Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 12
hugsaði John, „hún er allt of fíngerð og góð til að lifa þessu óhugnanlega lífi okkar“. En Toni hugsaði ekki um það. Hann áleit sennilega, að hún gæti verið alveg eins ham- ingjusöm og hver önnur gift kona. Þannig leið veturinn. Og viðburður var í vændum í einmanalegum kofanum. Þegar tíminn nálgaðist, var það John, sem fór alla leið suður til Portage og kom aftur með lækninn í leigusleða. Það var hann, sem keypti í Fort Nitschegouna niðursoðna mjólk handa litla barninu, og það var hann, sem fyrstur laugaði og klæddi Lucy litlu. „Barn- ið okkar“, sagði John og var hreykinn eins og hann ætti það, og hann fullyrti, að þetta væri fallegasta barnið á öllu svæðinu, sem kallað er Norðvestur-héruðin. En því betur sem Lucy litla þreifst, og því meir sem John tilbað móður liennar, því minni áhuga virtist Tom hafa á barni sínu og eiginkonu. Sumarið kom og leið, og aftur kom vetur. Lucy litla varð hraust og heilbrigð stúlka, en móðir hennar veslaðist upp. Tom sá ekk- ert, vildi sennilega ekki sjá neitt. Oft var hann vondur og harður við hana og hreytti í hana reiðilegum og ruddalegum orðum. Morgun einn í janúar, kaldan, sólbjartan morgun, þegar hitamælirinn sýndi fimmtíu gráður undir frostmarki, fór John á fætur og gekk út til þess að líta eftir gildrum sín- um. Hann var bæði reiður og honum leið illa. Það versnaði æ meir með móður Lucyar. Og í gærkvöldi hafði hann heyrt hávært sam- tal innan frá herbergi þeirra. Tom og konan hans voru að rífast — þorparinn sá arna, — að tala svona til þessa engils Guðs. Tilfinningar hans gagnvart Tom höfðu breytzt smátt og smátt. Einu sinni hafði hon- um þótt vænt um hann sem einkavin — nú —- nú nær því hataði hann Tom. Hann gekk um og vann störf sín. En hann þráði að ljúka þeim og komast heim aftur. Að lokum varð löngunin of sterk, hann lét gildrurnar eiga sig og flýtti sér heim gegn- um frosna skógana. Hann heyrði reiðilegar raddir, þegar hann kom að dyrunum. Hann nam staðar — hlust- aði — jú, það var Tom, þorparinn sá arna, sem dirfðist að tala bitrum liatursorðum til þessarar konu. John hefði viljað gefa líf sitt, ef sú fórn hefði getað hlíft henni við ein- hverri sorg. Hann kreppti hnefana í máttvana reiði. Hann fann, að hann varð að fara burt — burt frá þessum stað, því að hann skildi, að það gæti haft hræðilegar afleiðingar í för með sér, ef hann hitti Tom núna. Hann baslaðist aftur í áttina til skógar- ins, skref fyrir skref. Hann annaðist um gildr- ur sínar og snörur, og hann sneri ekki aftui' til litla kofans, fyrr en stjörnur lieimskauta- næturinnar blikuðu frá dimmum, kuldaleg- um himninum. Hann opnaði hægt dyrnar — herbergið var autt. Hann gekk yfir gólfið, að herberginu, sem hafði verið byggt við, þegar Tom koin með brúði sína inn í húsið. Dyrnar stóðu opn- ar. A borðinu logaði á syfjulegum, blaktandi lampa, og á rúminu lá Tom, sofandi. En Lucy litla og móðir hennar voru livergi sjáanlegar. Loksins — loksins gátu mennirnir tveir talað út hvor við annan. John hafði vakið Tom og spurt um Lucy og móður hennar. En Tom vissi ekkert, virtist ekki heldur ljá þvi öllu minnstu hugsun. Þá brauzt öll liin nið- urbælda gremja Johns fram. Hann sagði ToW álit sitt með orðum, sem engu hlífðu, tóku ekkert tillit til vináttu fyrri daga. Og hægt og hægt virtist rofa til í heila Toms, sem var orðinn sljór af vanalífinu- Hann andmælti ekki, bar ekki í bætifláka fyrir sig —- sat aðeins og starði á John og hugsaði um allar endurminningarnar, seiu tal lians rifjaði upp. Hann sá Kathleen fyrir sér, móður Lucvar, barns hans, sem var einu sinni elskuð eigiU' kona hans. Hann sá fvrir hugskotssjónuiu sínum daginn, sem hún kom til húss þeirra -—- heyrði hlýlegu, mjúku röddina hennar segja við John: „Góðan dag, John —- eg hlakka til að kynnast þér.“ Og hann skildn að John, eini og sanni vinur hans, hafði rétt fyrir sér — það var miskunnarlaus og beizk- ur sannleikurinn. En Iíathleen —! Hvar var hún? Hún átti að vera hérna — hún hafði setið þarna 3 stólnum fyrir skömmu, áður en hann soffl' aði. Og hún hafði haft Lucy litlu í fangiu11 —- og nú — nú voru þær báðar horfnar! hann hafði sjálfur rekið þær út í dimma °S kalda vetrarnóttina. 188 H E IM IL I S B L A Ð 15

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.