Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 18
Allt í einu mundi hann eftir ungu frúnni. Hvers vegna í ósköpunum hafði hann ekki munað eftir henni fyrr. Hún hlaut að vita, hvar Daphne Hilier var. Ilann flýtti sér að skrifa til hennar og biðja hana um að vera svo elskuleg að senda sér utanáskrift ungfrú Hilier, helzt um hæl, þar sem hann þyrfti nauðsynlega að fá hana. Þegar hann hafði skrifað undir bréfið, bætti hann við eftir- skrift: „Ég vil þó helzt, að þér senduð skeyti'-'. Svo gaf hann upp utanáskrift skrif- stofu sinnar. Símskeytið kom næsta dag, það var á þessa leið: „Hef ekki hugmynd um, hvar hún er. Skrifa“. Þegar bréfið kom, var ekki öllu meira í því en það, sem Atherton hafði sjálfur gizk- að á. Faðir Daphne hafði misst eigur sínar og var dáinn. „Þér vitið, hvað hún var alltaf stórlát,“ skrifaði unga frúin. „Hún vildi ekki lofa mér að hjálpa sér — og svo fór hún burt einn góðan veðurdag án þess að láta nokk- urn vita, og við höfum ekki getað rakið slóð hennar síðan. Iíún er algjör einstæðingur í heiminum eftir dauða föður síns, og ég get ekki skilið, hvað hún hefur tekið sér fyrir hendur. Ég vonaði, að þér vissuð það ef til vill —•“ Það var allt og sumt, en orðin: „Ég von- aði, að þér vissuð það ef til vill,“ hittu Ath- erton eins og högg. Já, ef sjálfselska hans hefði ekki gert hann blindan, hefði hann vitað, hvar hún var. Hann hafði hikað við að kannast við ást sína, og nú var honum allt í einu ljós heimska sín. En nú var hún horfin — hann hafði misst hana. Hann lét bréfið niður í skrifborð sitt sem einu minjarnar um dagana fjóra, ásamt litla pappírsmiðanum, sem hún hafði skrifað á nafnið á bókinni, sem hann hafði gleymt að senda henni. Hann skrifaði til ungu frúarinnar og þakk- aði henni fyrir og bað hana að láta sig vita, ef hún frétti eitthvað. Hjartahlýju, ungu konunni fannst bréfið láta svo kuldalega í eyrum og vera svo til- finningalaust, að hún tárfelldi af reiði, þeg- ar hún sýndi manni sínum það. „Mér þætti gaman að vita, hvers vegna hann vildi fá utanáskriftina hennar,11 sagði hún reiðilega, „það getur ekki verið, að hann hafi nokkurn tíma kært sig um hana.“ Maður hennar las bréfið og rétti henni það aftur. „Ja, hver veit,“ sagði hann hugsandi, ,,ef til vill hefur hann gert það þrátt fyrir allt.“ I erlinum og annríkinu í London lokaði Atherton dyrunum fyrir endurminningunuW um dagana fjóra og sneri lyklinum, og síð- an sneri hann sér aftur að baráttunni fyriv því að græða peninga. En hann gleymdi þó aldrei alveg, og stund- um þegar hann heyrði hlátur ungrar stúlku kveða við eða sá ljóst konuhár, leituðu minn- ingarnar aftur á hann um litla bæinn við ströndina, sólarlagið og grannvöxnu stúlk- una, sem gekk við hlið hans í sólskininu, og hann varð að viðurkenna, að það dapurleg- asta af öllu, sem talað hefur verið eða rit- að, er það — sem hefði getað verið öðruvísi- Unga frúin skrifaði tvisvar sinnum, en aðeins til þess að segja, að hún hefði ekk- ert frétt. Mánuðir liðu, jólin komu og liðu, og ömurleiki janúarmánaðar og þoka grúfð1 jrfir London. Sídegis á svona degi, þegar þokan var svo þétt, að ógerlegt var að sjá einn metra fraiu fyrir sig, hljóp maður nokkur upp tröpp' urnar til stkrifstofu Athertons, og' sendi- sveinn skrifstofunnar tilkynnti stuttur 1 spuna: „Það er hér maður, sem vill tala við yður, herra, en hann vill ekki segja til nafnS síns.“ En maðurinn var rétt á hælunum á hon- um og kom inn í herbergið, rétt um leið og Atherton leit upp frá vinnu sinni og spurð' stuttaralega: „Nú, hvers óskið þér?“ Maðurinn lokaði dyrunum rétt fyrir fraiu- an nefið á sendisveinum og gekk að borðinu- „Ég kem frá sjúkrahúsinu í South Street, sagði hann. „Það var komið með konu þang' að inn fyrir klukkustundu. Vörubíll hafð' ekið yfir hana í þokunni — þokan er mjór svört í dag.“ Hann þagnaði og sneri húfunni milli hand' anna. ,.Nú,“ sagði Atherton stuttur í spuna. Maðurinn rótaði í vasa sínum, náði í niU' slag og dró upp úr því spjald, sem ham1 lagði á borðið milli þeirra. „Þetta er það eina, sem fundizt hefur J 194 HBIMILISBL AÐlf’

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.