Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 24
Mágkona hans Eftir ALEX STUART Þeir Andrew nrðu svo snemma foreldra- lausir, að þeir mundu ekki eftir foreldrum sínum, og amman hafði alið þá upp báða. En Ninian, sem vissi að hún bar samúð í brjósti fyrir Andrews hönd, leit á hana með einhverju sem var sambland virðingar og gætni. Oftar en skyldi hafði hann orðið skot- spón hvassrar tungu gömlu konunnar — vegna þeirra strákapara sem báðir höfðu átt sinn þátt í. Og þessa stundina hafði hann tekið upp varfærni bernskudaganna í návist ömmu sinnar. Jafnvel núna, þegar þessi öldnu augu virtu hann fyrir sér, fannst honum sem hann væri aftur orðinn barn. Hún leit á hann á sama hátt og hún hafði svo oft gert áður, þegar hann var staðinn að einhverri meiri eða minni yfirsjón og leiddur inn til hennar til að gefa skýringu á því, sem liann liafði gert; — elleg- ar til að hljóta þá refsingu, sem Andrew liefði í rauninni alveg eins átt að fá sinn hluta af ... Næstum án þess að vilja það, svaraði hann nii liinni þögulu ásökun hennar: „Amma,“ hóf hann máls og varð að neyða sig til að halda áfram: ,,Þú heldur þó ekki, að ég hafi átt einhverja hlutdeild í því, að Cathrine fór að heimanf' Gamla frú Guise sleppti hendi hans. „Elsku bezti Ninian, livað þú ert kjánalegur! Að sjálfsögðu veit ég, að þú átt enga hlutdeild í því í rauninni. En vitamál er það, að það var samt vegna heimkomu þinnar sem vesal- ings stúlkan tók upp á slíku óyndisúrræði. Eg hugsa, að hún hafi haldið — þú veizt hvað kvenfólk getur verið skrýtið — ég hugsa að hún hafi haldið að þú værir eitthvað gram- ur sér vegna þess að hún giftist Andrew. Bara hún hefði komið til mín og talað um þetta rólega og af skynsemi; þá hefði ég getað sannfært hana um það, að lieimkoma þín hefði ekki þurft að hafa neina breytingu í för með sér. Þau giftu sig af ást, skilurðu, og þau hafa verið svo innilega hamingjusöm þangað til núna.“ Hún stundi þungan. „Ég leyfi mér ekki að gizka á það, hvað Andrew segir, þeg- ar hann kemst að því livernig komið er.“ Ninian svaraði engu. Við síðustu orð henn- ar var sem hnífur sargaði í hjarta hans, að honuni fannst liann ekkert geta sagt. Cathrin- ar vegna vildi hann, að amma sín hefði á réttu að standa, — að þau Andrew hefðu raunveru- lega verið mjög hamingjusöm; en frásögn Jill af fundi hennar og Andrew í London kom honum til að efast jafnvel um þetta. Gamla frú Guise hélt áfram: „Ég lief ekki sagt Andrew af þessu ennþá — ég var að vona, að ég gæti komizt hjá því. Móðir lienn- ar hringdi fyrir skammri stundu, á meðan þu varst í baðinu, og sagði mér að hún væri þar- Og Andrew er ekki vaknaður enn. Ég bað Elspeth að fara ekki inn til hans undir nein- um kringumstæðum.“ „Ég skil,“ svaraði Ninian dauflega. „Tal- aðirðu við Cathrine? Tókst þér að fá hana til að snúa heim aftur?“ Gamla frú Guise hristi hrímgráan kollinö- „Cathrine vildi ekki tala við mig. Móðir henn- ar afsakaði hana með mörgum oðrum, sagð1 að hún væri þreytt, yfir sig þreytt, því að huö hefði ferðazt alla nóttina. En hún sagði satt, að stúlkan var þama í herberginu; ég hevr®1 til hennar.“ „Þá hlýtur Andrew að fara og tala v1^ hana. Ég á við, að —“ Amma hans fékk hann til að þagna me^ einfaldri liandarhreyfingu. „Nei,“ sagði hu11 ákveðin. „Nei. Við verðum að halda þessU burtu frá Andrew eins og það leggur sig. NiU- Ég er viss um, að það væri betra og áhrifa' ríkara ef Jm færir, Ninian.“ „Ég?“ endurtók Ninian. Honum varð sv° mikið um, að liann starði á ömmu sína op111' mynntur. „Þú getur ekki meint þetta, aninií1- Hvernig ætti ég að geta farið og sótt Cath1' ine ? Og hvernig er hægt að leyna þessu fyrI\ Andrew? Hann hlýtur að taka eftir því, 11 ’ hún er að heiman .. .“ Amman greip aftur fram í fyrir honuU1' H E IM ILI S B L A Ð 1P 200

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.