Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 28
fólk að öllu saman. Hvað er annars langt til Blair? Eg hef ekki hugmynd um það.“ „Um það bil tíu mílur. Yið komum ekki seint aftur — hvað sem verður um Cather- ine.“ „Ágætt.“ Hún veifaði glaðlega og hljóp niður veginn til Farquhar, létt og fim eins og ung hind. Ninian varð undarlega innan um sig þar sem hann sá hana hlaupa. Hin fyrirvaralausa og hálfvegis gáskafulla tillaga Jill, að við- bættu því sem gamla frúin hafði sagt um morguninn, þetta kom honum allmjög úr jafnvægi. Hann varð að viðurkenna, að Jill Arden var ekki að öllu leyti eins og aðrar stúlkur: hún var svo blátt áfram og til- gerðarlaus eins og karlmaður, og samt ... Hann andvarpaði. Bráðabirgðatrúlofun, grundvölluð á lientisemi og alls ekki til þess ætluð að aðilarnir létu hana verða að neinu alvarlegu — hamingjan góða, hvað það var í rauninni aulalegt! Og hvað myndi Cathr- ine segja, þegar hann segði henni að hann væri trúlofaður? Hin stolta og tilfinninga- ríka Cathrine, sem hann hafði elskað og vemdað svo lengi sem hann hafði þekkt hana ... Catlirine, sem hann myndi ekki geta gleymt, livað sem hann reyndi — sú, sem hann myndi aldrei geta látið sér standa á sama um. Nei, þetta var ómögulegt. En Cathrine var eiginkona Andrews. Hann hafði ekkert leyfi til að hugsa um hana leng- ur. Og hvað var það sem Jill hafði sagt: Sameinuð getum við þó homifi í veg fyrir að líta út eins og flón. ... Ninian var ljóst að ef hann stæði einn uppi, myndi honum finnast hann vera hálfgert viðundur. Með Jill við hlið sér myndi liann hrekja slíka tilfinningu hlæjandi á brott — jú, hún hafði á réttu að standa að miklu leyti. Og svo þyrfti þetta ekki að verða nema til bráða- birgða, grundvallað á félagsskap og vináttu: þau vildu hvoragt særa, heldur hjálpast að í sameiginlegum vandræðum. Þetta gat ver- ið óopinber trúlofun, að sjálfsögðu var ekk- ert sem neyddi þau til að opinbera. 011 sú frægð sem hann hafði orðið fyrir að undan- förnu gerði hann varfærinn og tortrygginn gaemvart dagblöðum. Hann þyrfti ekki að gefa henni neinn hring: í rauninni væri rétt- látara að gera það ekki, nema þá að hann gæfi henni signethringinn sinn. Hann leit á hringinn og hugsaði sem svo, að hann myndi auðvitað þjóna tilgangi sínum ágæt- lega og koma í veg fyrir óþarfa hnýsni af hálfu Joselyn og Andrews. „Tilbúin!“ hrópaði Jill andstutt. Ninian hljóp út úr bílnum og opnaði fyrir henni- „Fyrirgefðu, en ég heyrði ekki, að þú varst komin. Þú varst sveimér fljót!“ Iíann ræsti bílinn. Jill leit brosandi á liann frá hlið. „Joce- lyn var önnum kafin í hænsnahúsinu, svo ég bað John um að skila því til hennar, að ég yrði að heiman í allan dag. Eg sagði ekk- ert hvert ég færi eða með hverjum. Vesal- ings Joss, sú verður forvitin! En það gerir ekkert til, ég get sagt henni eitthvað þegar ég kem til baka. Hún verður áreiðanlega hissa, þegar ég segi henni að við séum trú- lofuð. Þú ert eins konar bláeygur bróðir hennar, skilurðu, hún hefur ekki gert ann- að en lofsyngja þig, síðan ég kom. Ég vona bara ...“ og hiin leit spyrjandi á hann, „að þér hafi ekki snúizt neitt hugur á meðan ég var í burtu? Þú varst svo niðursokkinn þegar ég kom að bílnum.“ „Var ég það?“ Hann brosti. „Ég hugsaði mig reyndar um, en ég komst alveg að sönin niðurstöðu og áður. Hvað um sjálfa þig- „Ég hef heldur ekki skipt um skoðun, staðhæfði Jill. „Gott.“ Þau, urðu að nema staðar við umferðarljós á aðalgötunni í Lorne og a meðan tók Ninian báðar hendumar af styT' issveifinni og signethringinn af fingri sér- „Viltu taka við þessu sam panti vegna saiö- komulagsins ?‘1 Umferðarljósið skipti frá rauðu yfir í guk síðan yfir í grænt, og á bak við flautaði bíJ- „Ég er hræddur um, að ég geti ekki sett hann á höndina á þér,“ sagði liann afsakanck „nema eiga það á hættu, að ekið sé aftan a okkur ....“ „Ég set hann upp sjálf,“ svaraði Jill gla®' lega. Svo setti hún upp liringinn og viU1 liann fyrir sér á hendinni. „Hann fer mér bara ágætlega, eða finnst þér það ekki?“ „Jú,“ sagði hann, „hann fer þér prýðis' vel.“ Og aftur fann liann til einhvers óróleil;íl innan um sig. En þegar þau óku upp eftir bröttum krókóttum veginum inn á heiðalöndin, hvarl þessi óróleiki smám saman. 204 heimilisblað15

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.