Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 32
„Sæl, Cathrine." Hann keilsaði henni blíð- lega, og hann fann að ísköld hönd hennar titraði í hendi hans. „Sæll, Nin,“ svaraði Cathrine. Hún var mjög föl yfirlitum og um augun voru dökkir baugar; munnsvipurinn var svo viðkvæmur og þjáningarfullur að Nin gekk það lijarta nær. Hún lét höndina liggja í hendi hans og gerði enga tilraun til að kippa henni að sér. „Ég ... 6, elsku Nin, það er svo gott að sjá þig aftur og ... og vita að þú ert heill á húfi. Ó, Nin! Hvað heldurðu annars um mig! En ég vissi ekki neitt. Ég ... ég hélt þú værir dáinn!“ „Það veit ég að þú hélzt, Cathrine.11 Nini- an varð að beita sig hörðu til að halda rödd- inni stilltri. „Þetta var ekki þér að kenna. Það héldu allir, að ég væri dáinn. Þú mátt ekki halda, að ég ásaki þig.“ „Ég held það heldur ekki. Ég veit, að þii gerir það ekki. En það breytir þó engu, er það ? Þú ert ekki dáinn ... þú ert hér ... og ég er ...“ „Þú ert eiginkona Andrews,“ sagði Nini- an blíðlega. Hún andvarpapði. „Já ... Já, ég er það. Það er það, sem gerir allt ómögulegt.“ „Ekkert er ómögulegt, Cathrine. Ekki ef þú færð að ráða. Og Andrew er ánægður með þig — ef þið hafið verið ánægð saman, þú og Andrew. Það segir hann að minnsta kosti við ömmu.“ Hann veitti henni nána atliygli, þegar liann sagði þetta, og hún neit- aði því ekki að hafa verið hamingjusöm með Andrew. IIún staðfesti það ekki beinlínis heldur. Hún beinlínis leiddi hjá sér að svara þessu, heldur leit á hann þögul og með skjálf- andi varir, og það skein bæn úr augum hennar. „Nin, þú skilur þetta ekki, er það? Þú skilur þetta einfaldlega alls ekki!“ „Hvað er það, sem ég ekki skil, Cathrine?" „Hvernig tilfinningar mínar eru,“ svaraði Catlirine lágt og veiklulega eins og hrætt barn. Augu hennar voru stór í fölu and- litinu, og hjarta Ninians kipptist við. Hvern- ig gat hann beðið hana um að snúa aftur heim til Guise? Hvernig ætti hann að afbera það að sjá hana og heyra daglega -—- og vita það stöðugt, að hún tilheyrði bróður hans? Og samt sem áður varð hann að spyrja hana. Hún var eiginkona Andrews. 208 „Cathrine,“ sagði hann, „myndi það ver» betra, ef ég væri ekki heima? Eða ef þú og Andrew færuð eitthvað burtu?“ Hún hristi höfuðið. „Það stoðar ekki neitt- Ég verð bara kyrr hér. Að minnsta kosti myndi Andrew ekki fara með mig í burtu- „Hann myndi gera það, ef ég beiddi han» um það.“ „Nei, það myndi hann ekki gera. Þú skilur þetta ekki.“ Hún talaði eins og barn, sen1 nöldrar. „Fyrst er það bréfið, sem ég skrif' aði honum. Þegar hann les það, verður liann svo æfur og utan við sig, að hann ...“ „Amma geymir það bréf,“ svaraði Nini' an. „Andrew hefur en nekki séð það. Hon- um hefur lieldur ekki verið sagt, að þú hafu' farið að heiman. Þannig, að ef þú ekur rncð mér aftur heim, þá þarf hann ekki að fá að vita neitt. Ekki skal ég segja honum þa*Í> og ekki mun amma fara að gera það, svo mikið er víst. Yertu nú skynsöm, Cathie, °S komdu, ha? — Þii átt heima á Guise.“ „Ekki lengur. Þú átt óðalið, ekki Andrew- „Það skiptir engu máli. Svo lengi sem e$ á það, þá vil ég að þú sért þar.“ „Þú vilt, að ég sé þar?“ Ninian var ljóst, að hann var kominn n^ á hálan ís, en hann svaraði án þess að hil^ hið minnsta: „Já. Ég vil að þú sért á Guise- Hann dró hana að sér. Honum fannst hnn vera svo lítil í faðmi sínum, svo varnar' laus, eins og það barn sem hún hafði all+a' virzt vera, og augu hennar voru full af ta+' um þegar hún leit til hans. „Taktu eftlF því sem ég segi,“ sagði hann. „Komdu hen11 aftur — þú verður. Ég skal fara að hein1' an, bara ef þú kemur.“ „Nei — nei, Nin, þú mátt ekki fara!“ HllTl ]>rýsti sér að lionum. „Ég kem því aðeins heim, að ]ni sért þar kyrr. Og ef ég er visS um, að þú hefur fyrirgefið mér.“ „Auðvitað hef ég fyrirgefið þér. Ekki svn að skilja, að það væri neitt til að fyrirgefn- „Jú, það var það. Það veiztu. Ég úej ekki. Ég elskaði þig, en ég beið ekki. Þr giftist Andrew.“ „Ég veit hvers vegna, Cathie. Vertu ekk1 kjáni. Ég ásaka þig ekki, það er ég buin11 að segja.“ „Nei, en ég ásaka sjálfa mig,“ sagði Oatj1 rine döpur. „Fyrir ... fvrir það sem ™ hef gert þér. Ég veit hvernig mér hefði li^1 ’ HBIMILISBLA©15

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.