Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 10
Mannlíf undir myrkum norðurhimni Eftir FRED. HIETSHOLM Tveir vinir urðu mállausir í einverunni, konct kenndi peim að tala, aðskildi pá — og leiddi pá aftur saman. Feður þeirra liöfðu sennilega hitzt í ein- um af hinum ömurlegu námabæjum í Yokon- héraðinu, höfðu grafið eftir gulli, farið á veiðar, reynt að draga fram lífið eins og meiri hluti ævintýramannanna ,sem skolaði á land á ógestrisnum ströndum Alaska á tím- um gullæðisins. Enginn þekkir að minnsta kosti örlög þeirra. Og þau koma í raun og veru ekki við þessari frásögu. Tom og John þekkja þau ekki heldur. Þeir höfðu alizt upp saman — höfðu aldrei átt aðra félaga eða vini. Þeir voru Tom og John í eigin augum og umheimsins. Og ef þeir hafa nokkurn tíma haft önnur nöfn, höfðu þeir gleymt þeim fyrir löngu. Þeir voru loðdýraveiðimenn, fæddir og ald- ir upp á hinum óendanlegu snævi þöktu slétt- um, sem kallaðar eru Norðvestur-héraðið. Þeir höfðu lært að bera riffil á öxlinni frá því þeir gátu gengið, og þeir þekktu yfirleitt ekki aðra tilveru en einveruna í eyðilegum skógunum og bjóraveiðar, sæljóna, moskus- uxa og annarra ferfættra íbúa Norðurlands- ins. Þeir áttu frumstæðan bjálkakofa, sem var samanrekinn úr trjám, sem þeir höfðu sjálfir fellt og höggvið til. Við og við fóru þeir niður til Fort Nitehegouna og seldu skinn sín fyrir tóbak, salt, fatnað og annan nauð- synjavarning. Þar fyrir utan kom ekkert fyr- ir í tilveru þeirra. Og þar sem líf þeirra gaf þannig ekki til- efni til heilabrota og heimspeki, skiptust þeir varla á samhangandi setningum allan langa og kalda veturinn og stutta heita sumarið. Samtöl þeirar takmörkuðust af já og nei; eða þeir kinkuðu kolli eða hreyfðu höndina. Þrátt fyrir þetta voru þeir mjög góðir vinir. Þeim þótti vænt hvorum um annan eins og bræður, óvitandi, en í einlægni. Þegar Tom kom heim úr veiðiferð, kallaði hann af löngu færi: „Tlalló, John!“ Og John tók pípuna út úr sér og kallaði aftur: „Halló, Tom!“ Og með því höfðu þeir uppfyllt allar kröfur vin- áttunnar og kruteisinnar og gátu svo setið liðlangt kvöldið fyrir framan eldinn reykj- andi pípur sínar, þögulir og þó nálægir hvor öðrum. Þeir lifðu tilbreytingalausu lífi sínu ein- ir innan um trén og hvíta snjóinn, ánægðiÞ af því að þeir þekktu ekkert annað. En dag nokkurn gerðist dálítið fáheyrt: Tom fór í ferðalag til Montreal. Þeir höfðu með árunum sparað saman álit' legan bunka af kanadiskum bankaseðlum í það var það, sem þeir höfðu aflögu eftir við- skiptpi sín við umboðsmanninn í Fort Nit- chegouna. Og þar sem þeir höfðu ekki haft neina þörf fyrir þá þarna norður í einver- unni, var upphæðin smám saman orðin svo stór, að hik fór að koma á vinina tvo. Bankar og sparisjóðir voru þeim óþekkt hugtök, og þess vegna komu þeir sér saman um það, að Tom, sem væri betur máli farinn, skyldi fara í ferðalag til Montreal til þess að kaupa þar ýmsa hluti, sem þeir gætu haft gleði og gag11 af, þegar veturinn kæmi. Og einn góðan veðurdag spennti Tom a sig þrúgur sínar og lagði af stað í áttina til járnbrautarstöðvarinnar. Auðvitað hefði ver- ið auðveldara að fara til Winnipeg, en höfðu þeir heyrt, að Montreal væri stærsta borgin, og úr því að Tom ætlaði á annað borð að fara í langferð, var það ekki nema eðlilegt, að hann fengi að sjá heiminn fra nýtízkulegustu og stórkostlegustu ldiðinni. Hann var sjö vilcur í ferðinni. Og þega1' hann kom aftur, sat hann í sjö klukkustundir og sagði John frá því, sem á daga hans hafðJ drifið, frá járnbrautinni, sporvögnunu111’ mannfjöldanum, símanum, stórhýsunum, hót' elinu, þar sem hann hafði búið í herbergi lir; 876, ljósinu, sem kvilcnaði, þegar ýtt var a hnapp — já, að síðustu fór John að halda> 186 HEIMILISBLAÐl5

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.