Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 26
ekki að þú þurfir að móðgast þótt ég segi, að Mn sé heppilegt konuefni —• ekki svo að skilja, að ég hafi sagt nokkuð í þá átt hingað til; það varst þú sem byrjaðir að tala um hana, ekki ég.“ Svo bætti liún við, eins og til að slíta talinu: „Það yrði alla- vega auðveldara fyrir okkur öll, ef þú giftir þig. Það myndi þá lækna Cathrine af öll- um þessum skringilegheitum . . . Kannski yrði auðveldara fyrir þig að fá hana hingað heim aftur, ef þú gæfir henni í skyn, að þú hefð- ir áhuga á frænku Jocelynar. Þú . ..“ Ninian beið ekki eftir því að heyra meira. Hann var þegar búinn að fá meira en nóg. Hann kvaddi ömmu sína stuttlega og fór út í húsagarðinn, þar sem hún hafði þegar látið landroverinn vera tilbúinn handa hon- um; svo viss hafði hún verið um það, að hann myndi fara að orðum hennar! Hann var að sveigja út úr húsagarðinum þegar hann minntist þess, að í öllu samtalinu hafði amma hans ekki vikið einu orði að því, hvernig honum hefði liðið í íshafsævintýr- inu, sem gert hafði nafn hans víðfrægt á forsíðum blaða um allan heim. Hann hló lágt með sjálfum sér. A meðan hann var í aug- um umheimsins maður, sem fórnaði sér fyrir velferð mannkynsins, var hann í augum gömlu frú Guise ekkert annað en bróðir And- rews, rétt eins og í gamla daga; sem slíkur varð hann að kvænast og koma sér burt sem fyrst, svo að hann fengi ekki tækifæri til að eyðileggja hjónabandshamingju Andrews og Cetherinar! Og helzt ætti hann að kvænast fyrstu stúlkunni, sem yrði á vegi hans . . . Það lék enn dauft bros um varir hans, þeg- ar hann ltom að þverkeyslunni yfir járn- brautina hjá Lorne — og kom auga á Jill Arden með rissblokk undir hendinni skammt frá innkeyrslunni til Farquhar. Ilann nam staðar hjá henni og kallaði án frekari um- hugsunar: „Halló! Gaman að sjá þig svona fljótt aftur!“ „0, halló, Ninian!“ Hún leit undrandi við, og bros hennar var mjög glaðlegt þegar hrin svaraði. En svo hvarf brosið, og hún lagði höndina á handlegg hans við opna bílrúð- una á landrovernum. „Ó, Nin,“ sagði hún viðkvæm. „Jocelyn sagði mér frá þessu — varðandi Catherine. Réttara sagt: ég togaði það iit úr henni. Mér finnst þetta hræðilega dapurlegt. Ég held ...“ Hún snöggþagn- aði og roðnaði. „Nú?“ spurði Ninian. „Hvað heldurðu?“ Hún hikaði og varð vandræðaleg. Ninian fannst hún fögur á þessari stundu, þar sem hún stóð, og ljóst hár hennar glóði sem gull; og hann leit upp í grá og opin augu hennai'- ,,Hvað?“ spurði hann aftur lágt. Að lokum viðurkenndi hún: „Ég er að hugsa um, hvort Jocelyn hefur rétt fyrir sér ...“ „Nú?“ Hann leit út eins og holdtekið spurningarmerki. „Til dæmis varðandi hvað ?“ „Hún sagði, að amma þín ætlaði sér að senda þig til að fá Catherine til að snúa heim aftur.“ Það komu herkjudrættir um munn Nini- ans. „Jocelyn hafði rétt fyrir sér í því. Én er á leiðinni til Laidlaws. Þau eiga heima í Blair.“ „Þú ætlar þó ekki að segja mér, að Þu hafir fallist á að gera þetta?“ „Að sjálfsögðu féllst ég á það. Amma ntf11 fer sínar eigin leiðir. Hun er ekki persóna, sem maður þrætir við, skilurðu.“ „En að velja einmitt þig! Ég á við • • • ó, það er tillitslaust, hryllilega tillitslaust’ Því að þú ... Nin, þ ú ert ennþá ástfang" inn af Catherine, er það ekki?“ Ninian hefði neitað því í eyru allra annarra en þessarar stúlku. Iíeiðarleiki hennar °S hispursleysi krafðist þess, að hann segði satt- „Já,“ svaraði hann, ,,ég er hræddur um, að svo sé.“ Jill virti hann fyrir sér lengi vel. Hliði^ að járnbrautarveginum opnaðist, en Ninia11 lét sig það engu varða. Allt í einu sagði Jill: „Veiztu, að það rr ein leið út úr þessu, Nin.“ „Er það? Ég er hræddur um, að ég þetí11 ekki þá leið.“ „En það er leið!“ Iíún brosti. „Þú °£ ég, Nin — við skulum bindast eins kona1 varnar-böndum. Við skulum trúlofa okk111 —■ að sjálfsögðu aðens til bráðabirgða.“ „Hamingjan góða!“ sagði Ninian nffista orðlaus. En svo breiddist smám saman kros einnig yfir andlit hans. „Veiztu, ég held þetta sé ekki svo galið, Jill. Ég held, að þetta se í rauninni fyrirtaks hugmynd!“ HEIMILISBLAÐlP 202

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.