Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 30
viðbót. Þess vegna vorum við í þetta góð- um holdum, þegar við loksins fundumst. Við höfðum lifað í vellystingum mánuðum sam- an.“ Hann brosti og rétti til hennar liönd- ina til þess að hjálpa henni á fætur. „Eg er semsagt engin hetja, hvað sem dagblöðin segja ... Tilbúin? Ég held það sé bezt, að við höldum áfram.“ Jill kinkaði kolli. Svo settust þau aftur inn í bílinn og héldu frá Loruevatni. Hún mælti: „Þú ert einstakur maður, Nin. Veiztu eitt, — ég held að þú þjáist af stórkostlegri minni- máttarkennd.“ „Því í ósköppunum heldurðu það ? Vegna þess að ég spinn ekki upp langa og ósanna sögu um það, hvað ég hafi staðið mig hetju- lega í leiðangrinum? Ég skaut þó bjarndýr, ef það hjálpar eitthvað upp á sakirnar?“ Hún hristi hrokkinkollinn óþolinmóð. „Þú veizt, að ég á ekki við neitt slíkt. Að minnsta æosti ekki það eitt,. Aftur á móti ... ég á við það,hvernig þú lætur aðra notfæra þig, hvernig þú breiðir alltaf yfir Andrew — og lætur alltaf undan ömmu þinni. Þú lætur jafnvel undan mér.“ „Geri ég það?“ Hann varð að viðurkenna, að þetta var satt. Uppástungan um trúlof- unina hafði verið samkvæmt hennar hug- mynd, og hann hafði óðara gengizt inn á hana, enda þótt honum væri Ijóst, að sér hefði aldrei komið annað eins til hugar sjálf- um. Og fyrir skammri stundu, þegar hann hafði haft mikla löngun til að kyssa hana, en hún sagt nei, þá hafði hann ekki andmælt; hann hafði aðeins viðurkennt neitunina. Rétt eins og hann hafði gengizt inn á þau fyrir- mæli ömmunnar að fara til Blair og sækja Cathrine, jafnvel þótt það væri það síðasta sem hann langaði til að gera af fúsum vilja. „Fótaþurrka,“ sagði hann og brosti dauf- lega. „Annarra þjónn, — það er það sem þú álítur, að ég sé, lia?“ „Nei!“ Þessi neitun hennar var svo áköf, að hann starði undrandi á Jill. „Nei, það held ég alls ekki, Nin. Þú ert mjög ágætur maður, ef þú aðeins gætir komið auga á það sjálfur og treyst á sjálfan þig — og hætt að láta fjölskylduna ráða yfir þér. Ég fyrir- lít fólk, sem ekki þekkir takmörk sín, og hef alltaf gert. En þú — þú lætur hlédrægnina ganga allt of langt!“ Ninian sat þögull og hugleiddi þetta. Að lokum spurði hann: „Hefurðu liugsað þér að blása í glæður eigingirni minnar, Jill?‘ „Mig langar til að telja í þig kjark,“ svar- aði hún, „því að einhver verður að verðfl til þess.“ „Ég þakka,“ svaraði hann stuttlega. „ES skal reyna að vera samvinnuþýður.“ Þau óku áfram og ræddu um allt og ekki neitt um stund, en síðan urðu þau þögul, eins og samkvæmt þegjandi ásetningi. Þa® var Jill, sem rauf þögnina rétt í því sei» þau komu til Pitlochry, með því að segja fyrirvaralaust: „Hvað hefurðu hugsað þér að segja við Cathrine, Nin?“ „Ef ég ætti að fara að ráðum þínum, þa ætti ég víst að segja henni, að ég elskaði hana — og strjúka síðan á brott með hana eins og frummaður á hellistímanum!“ gegndi Ninian hálf-kuldalega. „En svo ég segi eius og satt er, þá hef ég ekki hugmynd um, hvað ég á að segja .. . nema hvað ég mun faríl fram á, að hún verði mér samferða til GU' ise.“ „Viltu það?“ spurði Jill ákveðin. „Vihu raunverulega, að hún komi til Guise-óðals. — heim til Andrews?" Þjáningarsvipur brauzt fram í andlit Nbý ians, sem hann réði ekki við. Hann svaraðt daufur í bragði, en þó sannfærandi: „Já. vil, að hún liverfi heim aftur. Guiseheimil'é er ekki slíkt sem það á að vera, án hennar- Það mun aldrei verða það. Hvað það snfiU' ir, hvort ég vilji að hún komi aftur hei,n til Andrews, þá skiptir það víst engu niál' — eða hvað ? Hún hefur gifztz Andrew, sV° það er skylda hennar að snúa til hans aP' ur, og það er skylda mín að reyna að f!l hana til þess. Hvorugt okkar hefur um nedf að velja.“ Það var eins og hann hefði gleyrM Jill og hugsaði upphátt, þegar liann bsetti við: „En hvað um ]iað, ef Andrew sær!l' hana aftur, þá verður það líka í síðastA sinn sem hann gerir slíkt. Ég skal sjá 11111 ]>að, jafnvel ])ótt ég verði að láta hend'n skipta máli. Ég skal .. Hann þagn^1 skyndilega, og Jill sagði: ,.Ég hugsa, að ég hafi dæmt þig ranglega’ Nin.“ Svo sagði hún eklti meir unz þau kom11 til Blair. Klukkan var rúmlega hálf-tvö, þegar Nm1' H E I M IL I S B L A £>1P 206

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.