Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1970, Page 3

Heimilisblaðið - 01.01.1970, Page 3
Hvernig dýrin halda kuldanum frá sér EFTIR JOHN O0 JEAN GEORGE Síðdegis vetrardag nökkurn stóðum við í hörkugaddi við ísilagða tjörn og horfðum á hóp af öndum. Iíeimurinn umhverfis okkur var stirðnaður í faðmlögum kuldans, því að frostið Arar langt fvrir neðan núll, en endurn- ar bsuluðu glaðlega um í vök á miðri tjörn- inni. „Hvernig í ósköpunum fara þær að því að halda vökinni auðrif' spurði konan mín. „Þær nota sér einfalt eðlisfræðilegt lög- mál,“ svaraði ég. „Þegar þær synda um í vatninu, róta þær volgu vatninu niðri við botninn upp á yfirborðið, svo að vökin lok- ast ekki. Endurnar þarfnast vakarinnar fyrst og fremst til þess að gusla í, en autt vatnið heldur einnig berum fótum þeirra hlýjum. Það er 12 gráðu frost, hérna sem við stönd- um, en vatnið þarna hlýtur að vera minnsta kosti tvær þrjár gráður yfir núlli, annars mundi tjörnina leggja alveg.“ Endurnar létu stjórnast af hinum óendan- lega vísdómi náttúrunnar, svo að þær höguðu sér ósjálfrátt þanuig, að þær gátu komizt af í baráttunni við kuldann. Mörg önnur dýr og fuglar halda á sér hita allan veturinn með því að nota sér af eðlishvöt sinni svipuð ein- föld eðlisfræðileg lögmál. Við mennirnir not- um margar af hinum sömu meginreglum, en við verðum að komast að þeim m'eð liinni hægfara leið liugsunarinnar. Við höfum vitað það í þúsundir ára, að tær, fingur og nef eru þeir líkamshlutar, sem líða mest vegna kuldans, en það var ekki fyrr en á síðustu tveim öldum, sem við uppgötv- uðum hvers vegna. Það sem ríður baggamun- inn er nefnilega það, hve stórt yfirborð við- komandi líkamshluta er í hlutfalli við rúm- mál hans og hitabirgðir — því stærra sem yfirborðið er í hlutfálli við rúmmálið, þeim mun meira hitatap. (Þess vegna eru belgvettl- ingar hlýrri en hanzkar. Fingravettlingurinn ihefur hlutfallslega stærra yfirborð, sem liiti handarinnar getur síazt út um). Fyrir um það bil hundrað árum uppgötv- uðu menn, að hiti berst mjög hægt í kyrru lofti. Við notum okkur þennan einangrunar- hæfileika, þegar við setjum loftríkt vattfóður í vetrarfrakkann. En liirtirnir hafa hagað sér eftir sömu meginreglu í þúsundir ára. Þegar haustið kemur með fyrsta næturfrostið, taka þeir að ganga úr hárum. Nýju hárin, sem vaxa út, eru hol að innan eins og smápípur og lok- uð í ytri endann. Á þann hátt verður dýrið þakið einangrandi loftábreiðu, svo að það getur lialdið á sér hita í vetrarkuldanum án þess að hafa annað skjól en skógarlág eða fáein grenitré. Á haustin gerir íkorninn sér kúlumyndað hreiður úr þurru laufi, mosa og kistum. Svo hniprar hann sig saman inni í því og hitar kyrrstætt loftið upp með líkamshita sínum. Þess vegna er hlýtt og notalegt hjá íkornan- um, þó að snjórinn fjúki fyrir utan. Vetrar- kvöld eitt sáum við spætu snúa lieim í litlu íbúðina sína. Það var vistleg hola í gömlu, feysknu tré. Jafnskjótt og hún var komin inn fyrir, ýfði hún fjaðrir sínar. Fjaðrir fugl- anna eru áhrifamesta einangrunarefnið, og þegar spætan hafði hjúpað sig fjaðrasæng- inni sinni, þurfti hún aðeins að hita sjálfa sig upp. Oneitanlega mjög mikil sparnaðar- aðferð við upphitun. Við brutum mjög heilann um, hve heitt

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.