Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 4
nóttunni. Jafnvel um miðnæturskeið ætti að vera dagbjart. Raunverulega ætti jörðin að vera glóandi heit bæði nótt og dag! Hvernig kornst hann nú að þessari niður- stöðu? Jú, við skulum ímynda okkur himin- geiminn sem geysistóra, hola kúlu, milljarði kílómetra í þvermál, með jörðina í miðju og stjörnur allsstaðar umhverfis hana innan í kúlunni. Birta frá óteljandi stjörnum myndi komast til jarðarinnar, en Jreim mun fjær sem þær væru, þeim mun daufari yrði sú birta. Hinsvegar kæmi það á móti, að þeirn mun fjær sem stjömumar væru, þeim mun fíeiri væru þær, scm birtuna veittu. í rauninni vnvndi fjöldi stjarnanna aukast meira að tiltölu (rétt eins og umrnál kúlunnar vex í hlutfalli við radíus) við fjarlægðina. Með öðrunr orðurn: Því fjær sem birtugjafinn var, þeim mun sterk- ara væri birtan frá þeim samanlögðum. Þá skipti ekki máli, þótt einstæðar stjörnur bæru veika birtu, aðeins ef fjöldi þeirra væri nógu mikill — ]>á ætti jörðin í miðju þessa alls að Ijóma í þessu skini bæði dag og nótt. En því er þessu þá ekki þannig varið? Hvers vegna er himinn dimmur um nætur? Olbers var þeirrar skoðunar, að úti í himingeimnum hlvtu að vera ósýnilegar stjömuþokur, sem sygju upp næstum alla birtuna. Aðrir stjörnu- fræðingar voru samt ekki ánægðir með þessa skýringu, og vandamálið varð þekkt undir nafn- inu Olbers-mótsögnin. í heila öld reyndu stjarnfræðingar að leysa gátuna. En þegar 16 árum eftir að Olbers hafði varpað spumingunni fram, munaði minnstu að hið rétta svar væri fengið. Það var bara enginn, sem í þá daga skildi þýðingu þess, sem austur- ríski starðfræðingúrinn Christian Doppler ^erði árið 1842. Hann uppgötvaði hrirbæri, sem eftir hans daga hefur hlotið nafnið Doppler-verkunin. Standi maður við járnbrautarteina þegar lestin nálgast, heyrir rnaður flautið í eimreiðinni sem háan tón, en þegar lestin hefur farið framhjá, hljómar tónninn lægra. Skýringin er sú, að þegar lestin kemur nær og á mikilli ferð, skvnj- ar maður hljóðbylgjurnar sem svo, að þær „Jirýstist saman“, sem sagt verði styttri. Og því styttri sem þær verða, þeim mun hærri verður tónninn. Og öfugt — þegar lestin fjarlægist, er senr teygist úr hljóðbvlgjunum, og þess vegna verður tónninn lægri. Doppler-verkunin gildir einnig um birtu. Ef ljósbylgjurnar koma frá hlut sem fjarlægist okkur, virka þær sem þær verði lengri. En nálg- ist hluturinn, verða ljósbylgjurnar stv’ttri. Þetta má sjá í litrófi ljóssins. Ljósbylgjurnar eru lengri (og veikari) í rauðum hluta ljósrófsins og sh'ttri í hinum útfjólubláa. Birta þess hlutar sem fjarlægist okkur, hefur því tilhneigingu til að hverfa yfir í hinn rauða hluta ljósrófsins. Þetta gaf stjarnfræðingum ]xí hugmynd, að veikur roði himinhnattar benti til þess, að hann væri að fjarlægjast okkur. Einn þeirra stjarnfræðinga, sem á þessari öld tók sér fvrir hendur að rannsaka Olbers- mótsögnina, var Edwin Hubble frá stjömu- rannsóknarstöðinni Mount Wilson í Kali' forniu. Með hinum einstaklega nákvæmú mæli' tækjum, sem hann hafði yfir að ráða, gat hann sannprófað rauðan bjarma frá þeirri birtu sem fjarlægar galaskir senda frá sér. Það gat ekki þýtt nema eitt: að þær ljósbylgjur sem um var að ræða voru „tevgðar" — sem þvddi það, að hinar voldugu stjörnuhvirfingar í fjat- lægum geimnum voru á leið burt frá okkiú með geysilegum hraða. Gat þetta nú raun' verulega verið satt? Hubble hélt rannsóknum sínum áfram og varð æ meira viss í sinni sök- Hann komst að raun um, að eftir þ\n sem hann sá lengra út í geiminn, þeim mun rauðleitara varð stjarnljósið. Það sýndi beinlínis það, að hinar fjarlægu galaksir fjarlægðust jörðina þv'> hraðar sem þær fjarlægðust meir — það jókst stöðugt í hlutfalli hvað við annað. Hubble dró af þessu þá álvktun, að alheim' urinn væri í stöðugri þenslu. Allir hlutir fjaf' lægðust alla hluti í allar áttir! Aðrir stjörnú fræðingar viðurkenndu niðurstöður lians, og kenningin um útþenslu himingeimsins varS ein af undirstöðum stjarnfræðisögunnar. Eftir þessa tímamóta-uppgöt\run var loksins búið að finna svar við mótsögn Olbers. Það er HEIMILISBLAÐlP 128

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.