Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 24
koma með gagnsvar, en hann hélt óhikað áfram: — Eftir fáeina daga . . . ekki of marga, því að þá færðu of mikinn tíma til að grufla . . . segjum: ekki á rnorgun, heldur hinn, þá lok- arðu íbúðinni þinni og læsir tékkhaftið niðri í skrifborðsskúffu. í vasanum hefurðu ekki aðra peninga en þá sem þú átt eftir, þegar þú hefur keypt þér nauðsynlegasta fatnað. — En hamingjan góða, tíu pund nægja ekki einu sinni fyrir sómasamlegum buxum! hróp- aði ég. Hann gekk frá mér og settist aftur við skrif- borðið. — Það væri skynsamlegra að kaupa skyrtu, tvenna sokka og ódýr föt fyrir sjö—átta pund en að eyða þeinr öllurn í einar brækur, sagði hann þurrlega. Þá yrði þér bara kalt, kæri vinur, og svo mvndi það ekki líta senr bezt út í aug- um fólks að ganga í buxunum einum og engu öðru. Ég stóð á fætur og tók franr ávísanaheftið. Ég ætlaði mér að hætta með öllu viðskiptum við H.G. Hann var ekki annað en skefjalaus svikari. — Ég vil gjarnan greiða það sem ég skulda, sagði ég ákveðinn, en hann veifaði hendinni í mótmælaskyni. — Ég vil ekki, að þú borgir í dag, svaraði hann brosandi. Ég treysti Pendleton höfuðs- rnanni á H.M.S. Sapper. Þú getur gert upp við mig eftir árið, þegar herra Pendleton kemur og heimsækir mig. Hann hringdi á aðstoðarstúlku, og lrún kom inn. — Éáið mér vinnubókina fyrir næsta ár, sagði hann. Hún setti upp undrunarsvip, sem kannski var ekki skrýtið. — Næsta ár? endurtók hún. — Eruð þér farin að heyra illa? sagði hann ergilegur. Ég sagði „næsta ár“. Þessi herra þarf að mæta hjá mér þennan dag að ári liðnu. — En herra . . ., hóf hún máls og leit á mig útundan sér. Síðan hvarf hún burt úr herberg- inu og kom aftur eftir fimm mínútur með kladda í annarri hendi og vitjunarkort í hinni. Hún rnissti pennann sinn um leið og hún gekk inn úr dyrunum, og ég spratt á fætur og rétti henni hann brosandi. Hún fletti upp á degi og stund og endurtók það upphátt, en H.G. sat þolinmóður með hendur í skauti. — Skrifið vitjunarkort handa herra Dick Pendlestone, sagið hann skýrt og greinilega, en hún leit undrandi á hann aftur. — Pendlestone? endurtók lrún. Ekki Pendle- ton? — Pendlestone, endurtók hann og lagði áherzlun á síðasta hluta orðsins". Hún rétti hönum kortið, og hann rétti mér það þegar hún var farin. Ég stóð á fætur og hneigði mig lítillega. — Sælir, herra minn, sagði ég snöggt. Hann stóð á fætur og leit hvasst á mig. — Kannski ættirðu að hringja til ungfrú Carr og halla þér að fyrri kostinum þrátt fyrir allt? sagði hann kæruleysislega, rétt eins og honuin væri sama þótt ég færi norður og niður. Ég leit á hann með fyrirlitningu og hraðaði mér til dyra, áu þess að taka við kortinu sem lá á borðinu. Hann greip það, virti það fyrir sér dapur á svip, leit síðan á mig. — Það er orðið of langt urn liðið, síðan stríðið var, mælti hann lágt. Ég er smeykur um það. Höfuðsmaðurinn á Sapper rnyndi hafa tekið við þessu, en iðjuhöldurinn er of vanur því að sitja við kjötkalana. Ég gekk inn aftur, greip kortið, stakk því í brjóstvasann og hvarf út úr stofunni eins og særður krakki. Ég fór heim í íbúð mína og reyndi að konv ast í jafnvægi. Ég gekk upp stigann, í stað þess að taka lvftuna; drakk sfðan nrargar fingur- bjargir af viskíi hverja á fætur annarri. Síðan settist ég á legubekkinn og fór að hlæja. Þetta var bráðfyndin hugmynd. Ég gat notað allan morgundaginn til að semja áætlanir. Ég varð að ná í einkaritarann minn og korna ölln í kring varðandi bankana, sömuleiðis að fa íbúðinni lokað á viðurkvænrilegan hátt. Að sjálfsögðu mvndi ég ekki sleppa íbúðinni. Þar myndi ég alltaf geta fengið inni, ef fyki í öll 148 HEIMILISBLAÐIP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.