Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 11
astæðum áttu í útistöðum Mexíkó-megin. Já, Auíta vissi ofur vel um það sem átti sér stað nieðfram landamærunum, og hún gat vel þag- • það var hæfileiki, sem hún hafði þó erft frá Móður Luciu. Stundum bar þó að garði virðulegustu menn. Til dæmis bandarísku landamæraverðina, mr. ^annigan og Sansome og unga liðsforingjann Brace og liðsmenn þeirra; menn þögula, sem Beinir í haki riðu stoltir um héruð. Stundum lö?ðu þeir aðeins einstaka spurningu fyrir Móð- Ur Luciu og héldu svo áfram yfirreiðinni; stund- uni höfðu þeir viku viðdvöl, en enginn spurði 1XI hvers vegna þeir sætu um kyrrt; allir báru vuðingu fyrir þeim. Svo gat kannski eitthvert kvöldið kveðið við byssuskot, og frá flötu hús- þakinu gat Aníta séð hermennina ríða á brott ^eð handtekna nautaþjófa á milli sín. Móðir Lucia iðaði í skinninu eftir því að vara Jijófana við, en það var henni ógerningur, þegar gæzlu- i'ðið hafði setzt að hennar eigin búgarði. Lrá því að Aníta sá Brace liðsforingja í fyrsta Slnn, bjó mynd hans í hug hennar og hjarta. Hún gat ekki gleymt alvarlegum og dimmblá- Um augum hans. í þeim logaði ólgandi funi, en andlitsdrættir hans voru fyrirmannlegir og festulcgir; hann var einnig hærri vexti en aðrir lnenn í hópnum. Hinsvegar var hann sá eini þeirra, sem ekki virtist veita henni minnstu athyg]i_ ^agt var, að Johnny Brace liðsforingi kærði Slg ^ollóttan um konur; en heima á skrifborði ans stóðu margar myndir af sömu fallegu, )°shærðu, ungu stúlkunni. Hún hét Moira, og ] augnm hans var hún sú eina. Þegar hann barð- |st til að vinna sér frama og álit, þá var það nl þess að vinna ástir hennar. Fram til þess lrna hafði hann aðeins lifað til að uppfylla ^dur sínar. Svo var það á hlýju septemberkvöldi, að n]ta var uppi á þaki og beindi sjónum til n°rðurs> þvj ag ]u'in ]iafði heyrt, að von væri race liðsforingja. Hún drap tímann með því að kasta hnífum. , 1 ni hennar í þeirri íþrótt var orðin næsta neg- Hún bar hnífa sína að jafnaði undir belti sér og hafði þá ætíð svo skínandi fagra, að hún gat speglað sig í Jieim. Ef einhver gestanna á garði móður hennar kom auga á sérlega þroskaða fíkju, sem hékk alltof hátt uppi í gamla fíkjutrénu við múrinn, þá brosti Aníta, og á næstu andrá var hnífur hennar þotinn upp í tréð og búinn að kubba sundur seigann fíkjustikilinn. Nú stóð hún sem sagt þarna á þakinu og æfði sig í að kasta hnífunum í gamlar dyr, þannig að þeir mynduðu ákveðið munstur. En iðulega leit hún um öxl og skyggndist út yfir eyðimörkina. Að lokum virtist rykský þyrlast upp langt úti á vegslóðanum, og skömmu síðar birtist lítill hópur ríðandi manna. Hjarta henn- ar tók að slá örar. Enn stóð hún kyrr og virti riddarana fyrir sér þar sem þeir nálguðust; síð- an hljóp hún niður í litlu fagurlega biinu stofuna sína og hafði kjólaskipti. Um liáls- inn setti hún langa keðju af dökkrauðum perl- um. Nú heyrði hún hestana þeysa í hlað. Hóp- urinn var kominn, og nokkrum mínútum síðar gekk hún inn í stóru og glæsilegu gestastofuna. Hún var forkunnarfögur á að sjá, stúlkan, og allir litu á hana með aðdáun. Og þó var þarna einn maður í hópnum, sem ekki veitti henni athygli, en Aníta nam staðar einmitt við borð- ið þar sem hann sat. „Gott kvöld, Senjor!“ sagði hún og brosti sínu fegursta brosi. „Gott kvöld, Aníta“, svaraði Brace liðsfor- ingi milli tveggja giilsopa, „hvemig líður þér?“ „Þakka þér fyrir, alveg ágætlega", sagði hún og hélt áfram, brosandi til hinna mannanna í hópnum til þess að leyna vonbrigðum sínum, — því það hafði ekki vottað fyrir brosi í augum Johnnys. „Verðið þér um kyrrt í nokkra daga, senjor?“ spurði Donna Lucia. „Aðeins um nætursakir“, svaraði Brace. „Við leggjum af stað árla í fyrramálið. En ef þér hafið ekkert á móti því, Móðir Lucia, þá vil ég helzt fá að sofa uppi á þakinu í nótt“. Móðir Luciu var ekkert um það gefið, að hann svæfi á þakinu. Þaðan var ágæt útsýn ilisblaðið r35

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.