Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 10
Hnífar Anitu Smásaga eftir Vingie E. Roe. Á breiðu svæði beggja vegna við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó var á allra vitorði, að hægt var að kaupa hvað sem var á Rancho Gordo, aðeins ef borgunin var fvrir hendi, hvort heldur hún var í mexikönskum eða bandarísk- um dollurum. Það var aðeins eitt, sem ekki \’ar falt fyrir fé: blíða hinnar fögru dóttur Móður Luciu. Það var nánast óskiljanlegt, að Aníta skyldi vera dóttir Móður Luciu. Líkindin milli hinn- ar slægu, dökkhærðu, feitlögnu konu með þétt- an hármakkann festan að spönskum sið með skjaldbökukambi, og fegurðar hinnar ungu og grönnu stúlku var erfitt að koma auga á. Móðir Lucia var einkar iðin við að græða fé. Hún var ráðgjafi ungra rnanna, sem iðulega kornu sér í klípu með framferði sínu, og hún gat verið gestrisin — og uppáþrengjandi prang- ari jöfnum höndum. Hún átti víðari lendur meðfram Rio Grande fljóti heldur en riddari gat riðið kringum á þrem dögum. Hún átti hið stóra nautabú, Ranclro Gordon, þar sem voru stórar byggingar og alltaf einhverjir gest- ir, og hvarvetna var krökkt af þjónustufólki, börnum, hænsnum, hundum og hestum. Og að auki átti hún yfir að ráða skarpasta, fljót- virkasta og ráðsnjallastá heilanum meðfram öllum landamærunum. Aníta var yndisleg, blíð og værukær. Yndi hennar var að liggja í sólbaði á flötu þakinu með hendur fyrir aftan höfuð, þangað til fíla- beinslitaðar kinnar hennar voru orðnar rjóðar; og þá lukti hún dökkum og skærum augurn sín- um bak við löng og þétt bráhárin og lét sig dreyma. Rómantíska gerð sína sótti hún til föður- ins, hins myndarlega Bandaríkjamanns, sem Donna Lucia hafði elskað af öllum blóðhita kynþáttar síns. Hann hafði aldrei tekið sér ann- að fyrir hendur en ferðast um með málaratrön- ur og litakassa, ellegar látið granna fingur sína leika um hljómborð gamla flygilsins. Hamingja Donnu Luciu hafði varað stutt. Maðurinn hennar.með ljósa hárið, bláu augun og fallega föla andlitið hafði elskað hana þegar hún var sjálf ung og fögur — liann hafði töfrað hana og gefið henni dóttur í aðra hönd; svo dó hann. Og Móðir Lueia hafði lokað hjarta sínu og einbeitt öllum hæfileikum sínum að því að græða fé. Á meðan Aníta var smábarn hafði móðirin vakað y.fir henni og gaumæft hana í von unr að finna einhver svipbrigði, litarhátt í andliti. hár á höfði eða eitthvað það í fari barnsins, sem rninnt gæti hana á föður þess — en það var bara alls ekkert. Aníta líktist móður sinni hið ytra og föðurnum hið innra. Og þegar blá augu barnungans urðu með tímanum svört og ljósa hárið sömuleiðis, þá lokaði móðirin hjarta sínu einnig fyrir'sínu eigin barni. En karlmenn lokuðu ekki hjörtum sínum. Þeir streymdu til Rancho Gordo og gerðu hos- ur sínar grænar; en enginn hafði lánið með sér. Aníta kærði sig aðeins um peninga, því að þeir gátu veitt henni þau fallegu og litríku klæði, sem var yndi hennar að skrevta sig með- Og Lucia neitaði henni aldrei um neitt; ekki þó sökum þess að hún elskaði hana, heldur vegna þess að hún var dóttir föður síns. Hún var nú orðin nítján ára og þekkti aðeins heiminn af því fólki, sem bar að búgarði móð- ur hennar, sem var í senn sveitabýli og gisti- staður; en þessi heimur var svo sem nógu róni' antískur og dularfullur. Þeir voru rnargir riddd- ararnir, sem komu utan af eyðimörkinni og skildu eftir gull sitt í vörzlu móður hennar; bú- garðurinn var Bandaríkja-meginn landamæn anna, en hún var vinur þeirra sem af ýmsum x34 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.