Heimilisblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 12
yfir flatneskjuna, þangað sem vinir hennar voru
á ferli á öllum tímum sólarhringsins — í ólög-
legum erindagjörðum sínum. En hún gat ekki
sagt nei, og skömniu síðar tók liðsforinginn
ungi svefnpokann sinn og gekk upp á þakið.
Þar uppi sat þá Aníta með stóran hatt sinn í
kjöltu sér og starði nánast dreymin riorður á
bóginn.
Hann bölvaði í hálfum hljóðum um leið og
hann henti svefnpokanum frá sér á þakflötinn.
„Heyrðu, Aníta, veiztu ekki, að ég ætla mér
að sofa hér uppi í nótt?“ spurði hann,-
„Jú, vissulega, senjor'-, svaraði hún og kink-
aði kolli án þess að lítá við. „En þér ætlið þó
ekki að taka á yður náðir svona snemma, eða
hvað?“
„Hvort heldur ég geri það seint eða snemma,
þá er þetta minn svefnstaður í nótt, og þú
verður að fara héðan“.
„Nei, hér verð ég kyrr“, svaraði Aníta lágt
og hreyfði sig ekki.
Hann bölvaði í hljóði, en virti hana ekki
frekari svars.
Síðan hneig hitabeltisnóttin yfir, og kyrrð
eyðimerkurinnar sveipaði allt og alla. Hann
lokaði augunum, en hann sofnaði ekki. Hann
vissi, að stúlkan sat þarna enn í myrkrinu, óbif-
anleg, óútreiknanleg. Honum varð hugsað til
Moiru, bjartrar fegurðar hennar, tiginnar ró-
semdar, kyrrlátar festu, og hann bar hana sarnan
við þetta forvitna, yfirlætisfulla en þó fagra
stúlkubarn. En hvað konur gátu nú verið ólík-
ar!
„Senjor Johnny“, hvíslaði Aníta allt í einu,
og rödd hennar hljómaði nánast sem andvarp.
„Hvað?“ spurði hann.
„Ég kom hingað upp til að tala við yður“.
Rödd hennar hljómaði mjög þvð í myrkrinu.
„Mig langar alltaf svo mikið til að tala við
yður, en þér segið bara: Sæl, Aníta, hvernig
líður þér?. . . . Annað ekki“.
„Nú, hvað annað ætti ég að segja?“
„Nei, það vitið þér sjálfsagt ekki, senjor. Og
þó — ég vildi svo gjarnan að þér segðuð þetta
á vingjarnlegri hátt en þér gerið — eilítið
hlýrra“.
136
Róleg orð hennar voru nánast sem atlot.
Þeirn fylgdi djúp þögn. Annarleg kennd fór
um Johnny Brace og hann reis upp við dogg
og horfði í áttina til hennar. Hann gat rétt
aðeins greint útlínur hennar þar sem hún
sat, grannvaxið bak hennar.
Síðan hélt hún áfram, í sama hvíslandi mál-
rómi, sem var svo ólíkur því sem hún viðhafði
dagsdaglega, hinum glaðværa og yfirlætisfulla:
„Það tala allir menn við mig, gera hosur sín-
ar grænar fyrir mér og biðja móður mína um
hönd rnína. En móðir mín segir alltaf, að ég
eigi að velja sjálf, því að hún elskaði föður
minn svo rnikið". Stúlkan þagnaði við andar-
tak; hélt svo áfram: „En augnaráð karlmanns
hefur aldrei náð inn að‘hjarta mínu. . . aldrei
. . þangað til ég sá í augu vðar, senjor Johnny“.
Um stund heyrðist ekki hið minnsta hljóð.
Þá hélt hún áfram og andvarpaði: „Þá opnaði
sig hjarta mitt og ég sá upp í heiðbláan himin,
og um nætur horfði ég upp til stjarnanna og
ákallaði Guðsmóður".
Hún þagði. Brace liðsforingi var gjörsamlega
ringlaður. Hamingjan góða, hvað var stúlku-
barnið eiginlega að segja? Hún var beinlínis að
leggja sál sína í duftið fyrir hann! Var þetta
virkilega villiköttur landamærahéraðsins, þessi
gáskafulli ári, sem talaði hér í djúpri alvöru um
kvenlegar tilfinningar?
Hann reis á fætur og settist við hlið hennar.
Hann reyndi að horfast í augu við hana, en
hún leit ekki við, heldur hélt áfram að horfa
út yfir eyðimörkina.
„Veiztu hvað þú ert að segja, Aníta?“ spurði
hann lágt.
„Já, ég veit það alltof vel“, andvarpaði hún.
,„Hversu oft hef ég ekki horft til norðurs og
óskað þess eins að þér mættuð koma. Svo þegar
þér hafið verið kominn, þá hafið þér aðeins
sagt: Sæl, Aníta, hvemig líður þéi? — og þá hef
ég aðeins getað grátið . . . eða óskað þér væruð
dauður. Og samt veit ég, að himinninn og hani'
ingjan býr í augum yðar . . . En svo þegar þér
ríðið á brott án þess að líta við, þá . . . ó, þá
vitið þér ekki hvemig það er . . .“
HEIMILISBLAÐIÐ