Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 28
framkvæmir alltaf það, sem þú hefur ásett þér. Ég fullvissa þig um, að þú finnur hana fyrr en síðar. Ég gekk heim aftur gegnum næstum mann- auðar göturnar og var kominn heim um mið- nætti. Það var undarlegt að hugsa til þess, að þetta var síðasta nótt Richards Pejidletons fyrst um sinn. Ég tók lyftuna og gekk inn í forstofuna, þaðan inn í svefnherberið, fór úr fötunum og fckk mér steypibað. Síðan fór ég í náttföt, þar utan yfir í innislopp og setti upp inniskó; gekk svo inn í svefnherbergið til að 'koma ýmsum smáhlutum fyrir í skúffum og skápum. Loks dró ég af mér úrið og innsiglis- hringinn og lagði þetta í skrifborðsskúffuna. Mér var ljóst, að mér rnyndi finnast ég vera hálf-nakinn án úrsins. Það hafði stjórnað lífi mínu ár.um saman. Kannski mvndi ég finna fyrir einskonar frelsi án þess, en samt fann ég fyrir undarlegri tilfinningu í úlnhðnum, og ég ákvað að kaupa mér nýtt úr strax er ég liefði efni á því. Þá fór ég að hugleiða hvað ódýrt úr myndi kosta. Ég ætlaði mér að skoða meira í búðarglugga, þegar mér gæfist tími til. Sömuleiðis dundaði ég við þá tilhugsun, hvað ég myndi verða stoltiLr þegar ég hefði unnið mér inn fyrri skyrtu, senr ekki þyrfti að strauja. Hjálpsama stiílkan í stórverzluninni hafði tjáð mér, að þannig skyrtu væri nauðsynlegt að eiga nú til dags. Maður sem ætti slíka skyrtu, hafði hrm sagt, þyrfti alls ekki að eiga aðra. Hann kenmr heim úr vinnu og skolar ú'r henni í vaskinum. Svo hengir hann hana á herðatré, sem fylgir ókeypis í umbúðunum, og morgun- inn eftir er hún tilbúin að fara í hana. Ég strauk ulll efnið í fagurlitu silkináttfötunum mínúfn og hugleiddu, hvort einnig þau þyldu þannig Lneðferð, en ég efaðist um það. Ég hafði aklrei hugleitt smáatriðin varðandi þvotta og slikt. Ég var vanur því að leggja frá mér óhreinan fatnað, og síðan kom þjónustu- fólk og sótti það, og annað þjónustufóík kom og skilaði honum hreinum og lagði hann á sinn stað í skápa og skúffur. Ég skrifaði bara undir ávísun, sem ritarinn kom með mánaðar- lega, ásamt örum útgjöldum sem þurfti að greiða. Ég skreiddist í rúmið og slökkti ljósið. Ég braut heilann um komandi dag, og ekki lixað sízt velti ég því fyrir mér, hvar ég myndi sofa næstu nótt. Þegar ég vaknaði stóð ungfrú Apperley við nnnstokkinn með appelsínusaf- ann minn á silfurbakka. — Er þetta ekki dásamlegur dag? sagði hún. Það er gaman að vera til á slíkum degi! Síðan fór ég inn á bað og burstaði tennur — í fyrsta sinn sem Dick Pendleston.e. Loks lét ég dyrnar falla í lás á eftir mér og -stóð einn á breiðum ganginuLiL fyrir utan. Nú var skrefið stigið. Ég hljóp niður tröppurnar, og hjartað í'mér sló ákaft; ég hafði á tilfinningunni, að ég væri að lenda út í mikið ævintýri. Tveim mínútum síðar skálmaði ég yfir Piccadilly og fannst ég vera frjáls eins og fuglinn fljúgandi. Ég fór í neðanjarðarlestinni til Liverpool Street stöðvarinnar og náði rétt í lestina til Cambridge. Ég hugleiddi allt það sem ég hafði planlagt, en var kominn á ákvörðunarstað, áður en ég hafði tekið nokkra lokaákvörðun. Allt í einu stóð ég á brautarpallinum í Cambridge og hugleiddi, hvað ég skvldi nú taka mér fvrir hendur. Ég afhenti farmiðann við útganginn, stóð síðan og starði út á stöðvargötuna, sem ekki gat kallazt uppörvandi á nokkurn hátt. Ég varð að fá mér eitthvað að gera, og það sem allra ifyrst. — Getið þér vísað mér veginn til vinnu- miðlunarskrifstofunnar? spurði ég einn stöðv- arstarfsmanninn, og lrann sagði mér að fara fvrst til vinstri, síðan til hægri þar til ég kæniist á Brooklyn Avenue. — Það er ekki langt héðan, sagði hann. Að- eins tíu mínútna labb. Ég komst á Brooklyn Avenue og velti þvi fyrir mér, hvaða vinna mér byðist þegar til kæmi. Ell ég hafði alls okki gert ráð fyrir þeim LLLÓttökuiLL sclll ég fékk ihjá því opinbera. Hvarl voru skilríkin lllíil? Hvers vegna var ég korn- inn alla leið frá London? Var ekki miklu auðveldara að fá eitthvað að gera þar? Var 152 HEIMILISBLAÐIP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.