Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 32
— Nei, alls ekki, svaraði ég. Ég tíni ávexti hér fyrir utan Harton. Ég verð að vinna fyrir mér, skiljið þér. — Langar yður að fá tesopa? spurði hún, og ég var ekki lengi að þiggja gott boð. Ég sat þama í litlu eldhúsi og virti hana fyrir mér þegar hún hellti teinu í ketilinn. Hún horfði dapurlega á þau fáu lauf, sem eftir voru í stauknum, en varð vandræðaleg þegar hún sá að ég tók eftir því. — Þetta er allt í lagi, sagði hún brosandi. Það er ekki svo langt til föstudagsins, en þá fæ ég ellistyrkinn rninn. Ég skanrmast mín fyrir, hvað ég eyði miklu í te-ið. Það hafði mikil áhrif á mig að verða var við sanna lífsbaráttu svona umbúðalaust. Var það hugsanlegt, að vesalings görnul kona yrði að neita sér um að drekka te eins og hana lysti, vegna þess að ellistyrkurinn hennar hrökk ekki til? Var slíkt lmgsanlegt nú á dögurn? Herbergið var hreint og snvrtilegt, en ekkert óhóf í neinu. Ég sá rnynd af manninum lienn- ar uppi á vegg. Hann var í offíserabúningi frá fyrri heimsstyrjöldinni og sat á hestbaki. Yfir- skegg hans stóð oddmjótt út til hliðanna, og öll myndin var orðin gulHeit í jöðrunum. — Það er svo notalegt að hafa einhvern til að tala við, sagði hún með þægilegri og lágri röddu. Það er ekki svo oft sem ég hef það lengur. Ég sakna görnlu daganna, þegar húsið var alltaf fullt og börnin voru heima. Hún sagði mér, að Gerald hefði farið til Indlands og Grace væri dáin, en dóttir hennar skrifaði henni endrum og eins frá Uganda. Ég hlustaði aðeins með öðru eyra, og að lokurn liafði ég mig afsakaðan og stóð á fæt- ur til að fara. Hún lagði höndina á handlegg- inn á mér. — Ég hef virt yður fyrir mér, ungi maður, sagði hún. Ég held, að við eigum kannski eitt- livað sameiginlegt. . . . Kannski bæði átt ein- hvem tíma betri daga. . . . En þér eruð svo ungur, að þér getið varla liafa reynt mikið mót- læti í lífinu. Slíkt kemur ekki fyrr en með aldrinum. Maðurinn minn kallaði það alltaf ,„endalokin dapurlegu“. Ég vona það verði ekki of dapurleg endalok fyrir mig, var hann vanur að segja við okkur öll. En við skulum ekki hugsa urn það. Ég er viss urn, að fram- tíð yðar verður björt. Aðeins ef þér eruð þolin- móður mun gæfan birtast yður einn góðan veðurdag. Þér eruð ,svo geðfelldur ungur mað- ur, að ég er alveg viss um, að þér eigið það skilið. Ég spurði hana spurningar varðandi mynd senr stóð í silfurramma á arinhillunni, og með- an hún sneri sér að myndinni tók ég pund- seðil upp úr vasa mínum og lagði hann undir sykurkarið á borðinu. Ég brosti með sjálfum mér alla leiðina heinr til Harton. Taskan mín var full af landafræðiritum, og ég var harð- ánægður með að hafa reynzt velgjörðamaður. — Það var gott að vita til þess, að ég átti að minnsta kosti einn vin í Cambridge, sem mvndi bjóða mig velkominn. Ég var kominn heim í sænska húsið klukkan tæplega sex og þvoði mér um hendurnar með eldhússápunni við vaskinn. Stundvíslega klukkan sex var ég setztur við borðið ásamt Bert East, senr hafði kornið heim tíu mínút- um fyrr og var kynntur hátíðlega fyrir mér. Hann var búinn að virða mig fyrir sér í firnm mínútur og virtist sæmilega ánægður með nið- urstöðuna, þangað til konr að því að ég sagðist hafa verið í sjóliðinu og m.a. á Sapper. Þá ger- brevttist svipur hans. — Varstu um borð þar, þegar körlunum vaf bjargað af olíuskipinu? spurði hann hvellt. Það var þó þokkaverk! Þekktirðu skipstjórann? Ég kvaðst hafa verið um borð þessa nótt, og að ég kannaðist við Dicky skipstjóra; hann hefði ekki verið sem verstur. — Þeir voru víst hreyknir af skipinu sínu, eða hvað? Dulce kom inn rétt í þessu, þá var klukkan nýbúin að slá sex, og þar stóð stúlkan se'11 steini lostin þegar hún kom auga á mig. Ég reis ósjálfrátt úr sæti mínu. — Hamingjan góða! hálfhrópaði hún. Hver í ósköpunum er þetta? Móðir hennar var einmitt að skammta sýr' ópsbúðinginn, og munnur hennar var herptiú 156 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.