Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 8
myndarlega vaxinn, dökkur af sól og vindi, stóð hann þama og bar við azúrbláan himininn og spanskgrænt hafið og líktist öðru fremur ungum guði. Marie-Odile stóð orðlaus og uppnumin við þessa sýn. Hún fann, þegar í stað fyrir órnót- stæðilegri ást í lrans garð, en reyndi þó að vinna bug á þeirri tilfinningu, sem svo skyndi- lega hafði altekið hana. Hún hræddist sjálfa sig. Fyrra hjónaband hennar átti sinn þátt í því. Hún hafði ung að árurn gifzt ríkum skipa- eiganda, og þrátt fyrir ágæta sambúð hafði hún ekki fundið þá lífsh'llingu, hamingju og sam- ræmi, sem hún hafði þráð. Hann, sem verið hafði mörgum árum eldri en hún, hafði aðeins lmgsað um að græða fé, til þess að geta veitt henni allan þann nmnað sem hugsazt gat. en gleymdi um leið að sinna henni sjálfri sem manneskju. Hún gat fengið allt, sem hún benti á, en henni fannst hún vera eins og fugl í gvlltu búri. Eftir lát hans hafði hún ferðazt frá einni borg til annarrar, frá baðstað til baðstaðar, í leit að haminejunni; og þegar hún birtist, hafði hún hikað við að veita henni móttöku. Þcgar kona er 43 ára. getur verið áhættusamt fvrir hana að verða ástfangin af manni, sem er aðeins 26. En Marie-Odile gleymdi áhyggjum sínum . . . varpaði frá sér skynseminni . . . öllu . . . og giftist' Daníel. Þau eyddu dásamlegum vetrarmánuðum í Marokkó og jafn yndislegu sumri í Noregi, og fóru svo þaðan til Parisar og nutu til fulls allra þeirra lystisemda, sem munaður og peningar geta veitt mönnunum. Marie-Odile gætti þess vandlega að láta ekki gamla vini og kunningja lenda í hópi þeirra, sem þau umgengust, heldur fann sér nýtt fólk og ungt, þar sem Daníel fannst hann vera sem fiskur í vatni, — en sjálf lifði Marie-Odile í sí- felldum ótta við það, að einn góðan veðurdag færi Daníel að gera óæskilegan samanburð á henni og þessu fólki. Hún jós út fé á báða bóga til þess að verða við eftirsókn hans í munað, og hann tók þessu 132 eins og sjálfsögðum hlut, þar eð hann bjóst við því, að auðævi hennar þekktu engin tak- mörk. Hún hafði tekið á leigu nýtízku íbúð í Auteuil. í því skvni að tryggja sér ást hans og aðdáun eyddi hún mörgum klukkustundum á viku hverri í heimsóknir hjá dr. Fly nuddara, sem auglýsti kappsamlega, að hann væri snill- ingur í að varðveita æsku og fegurð viðskipta- vina sinna. Fatnað sinn lét hún sauma hjá dýrustu og beztu saumastofum. En Daníel lét heldur ekki sitt eftir liggja. Hann klæddist eins og prins, ók í flottustu og fullkomnustu bílum og lék djarft í spilavítunum hvenær sem hann fékk tækifæri til. í stuttu máli: Ilann hagaði sér eins og auð- ævi konu hans væru takmarkalaus. Annaðhvort gat hún ekki eða beinlínis þorði ekki að neita honum um neitt. Henni var Ijóst, að hún myndi aldrei geta elskað nokkurn annan rnann eins og hún elskaði hann; þess vegna hafði hún heitið því hátíð- lega með sjálfri sér að revnast sterk, þegar sú stund kæmi, að hún yrði þess vör, að ást hans væri tekin að fölna. Þann dag ætlaði hún að fara langt, langt burtu, í einhvern einmana- legan stað, þar sem hún gæti átt endunninn- ingar sínar í næði, og þær einar. En sú tilhugsun að þurfa einhverntíma að skiljast við Daníel var óbærileg, og hún reyndi að svæfa áhyggjur sínar. Svo var það dag nokk- urn, að bréf barst frá lögfræðingi hennar, sem skaut loku fvrir allt. Sá góði maður hafði hvað eftir annað aðvarað hana og beðið hana um að gæta hófs; nú sendi hann henni síðusti' ávísunina og stafla af skjölum, sem orðin vonJ aðeins hálfvrirði þess sem þau höfðu áður verið- Þau voru ekki verðmætari en svo, að hún mynd' aðeins geta dregið fram lífið sómasamlega. Bréfi þessu gat hún með naumindum skotið undan, þegar Daníel sekk inn. PTann var eim mitt kominn til að biðja hana um álitleg'1 fjáruppliæð, því hann hafði tapað í spilum- Hann sífraði eins og krakki, þegar hann sá, að hún var eitthvað hikandi. „Jæja, svo þú ert kannski ekki í skapi að gera mér þennan greiða? HEIMILISBLAÐlP A

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.