Heimilisblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 30
— Býst ekki við að þú vitir hvað erfiðisvinna
er, tautaði hann tortrygginn . . . Jæja, sagði
hann svo. Þú getur hyrjað í fyrramálið. Klukk-
an sjö á stikilberjunum. Stelpurnar sjá um
þau. Og gættu þess bara að trufla þær ekki
við störfin.
Ég þakkaði honum fyrir og skálmaði aftur
vfir ræktarlandið. Ekki var ég þó korninn langa
leið frá honum, þegar ég heyrði hann rymja
við sjálfan sig:
— Hamingjan góða! Alls konar fólk fær
maður nú að sjá á þessum tima árs . . . stúd-
enta, sígauna, háskólaprófessora, allan fjárann.
Maður fær nú að sjá hvernig hann spjarar sig
á morgun þessi! Bezt að vona það bezta. Ja,
það má nú segja!
Ég gekk sem leið lá til Harton og inn á
lögreglustöðina. Gat vaktmaðurinn bent mér
á sæmilegan stað að gista á fyrir lágt verð?
Ég tíni ávexti í Tcd Graves, og mér þætti yænt
um ráðleggingu, því að ég er öllu ókunnugur
hér. Lögreglumaðurinn leit á mig undrandi.
— Éólk er nú mótfallið því að hýsa ávaxta-
tínslumenn, sagði hann afsakandi og klóraði
sér í höfðinu. Yfirleitt eru það frenrur gróf-
gerðir menn, en það virðist nú vera allt i lagi
með þig. Ertu stúdent?
Ég hristi höfuðið, en sagði ekkert.
— Hvaðan ertu? spurði hann.
— Érá London? svaraði ég.
— Geturðu þá ekki fengið vinnu í London?
spurði hann. Ég hélt að allir gætu nú fengið
eittlivað að gera þar.
— Ég nevddist til að fara úr því starfi sem
ég hafði þar. svaraði ég og rnælti hálfvegis satt.
Samkvæmt læknisráði.
— Ertu þá ekki vel hraustur? spurði lög-
reglumaðurinn. Þú virðist líka fölur að sjá.
Mamrna East væri víst rétti staðurinn fvrir þig,
ef hún þá vill taka við þér. Maturinn þar er
góður, og hún er allra vænsta kerling. Ef þú
hefur engin afskipti af Dulce, getið þið vel
orðið vinir. Farið þangað niður eftir og segið,
að ég hafi sent yður, og þá talar hún allavega
við vður. Einn lögregluþjónninn okkar bjó hjá
lienni þ'rr meir, en nú hafa verið reist Jressi
hús handa okkur, svo hún hlýtur að hafa laust
herbergi.
Tíu mínútum síðar barði ég að dyrum hjá
Mömrnu East. Þetta var í einu þeirra fimmtíu
timburhúsa, sem reist voru eftir stríðið. Mig
minnir þau væru kölluð „sænsku húsin“ í þá
tíð, líklega vegna ]>ess að þau voru bvggð sam-
kvæmt sænskum teikningum. Ég leit á úlnlið-
inn„ eins og ég hafði gert óteljandi sinnum
E'rr um daginn, en komst þá að raun um að
úrið mitt varð eftir í borginni. Dymar voru
opnaðar, og Mamrna East kom út á tröppuna
til að tala við mig. Hún var í stórrósóttum
kjól, og í hárinu var hún með málmrúllur
undir handklæði. Ég brosti til liennar.
— Lögregluþjónninn á varðstöðinni ráðlagði
mér að fara til yðar, hóf ég máls. Ilann sagði
það gæti komið til mála, að þér gætuð leigt
mér lierbcrgi. Ég tíni ávexti hjá herra Graves,
og ég væri yður þakklátur, ef þér gætuð hýst
mig í fáeinar vikur.
Hún studdi höndurn á mjaðmir og horfði
á mig einbeitt.
— Tínið ávexti? sagði hún. Tínið þér ávexti?
Mér finnst ekki, að þér líkist ávaxtatínslu-
manni . . .
Hún hnussaði og leit á hendurnar á mér.
— Þú hefur ekki þannig hendur, hélt hún
áfram.
Ég reyndi að sýnast sem varnarlausastur.
— Ég hef ekki verið vel hraustur, svaraði
ég, og sneiddi hjá sannleikanum.
— Hefurðu gengið með eitthvað smitandi?
spurði hún hvasst, en ég gat hrisst höfuðið
með góðri samvizku.
— Gengið lengi atvinnulaus þá? sagði hún,
en ég. hengdi haus og svaraði engu.
— Þú ert nú ekki af þeirri tegund rnanna,
sem tínir ávextina hjá honum Ted Graves,
sagði hún. Það er þó eitt víst. Mér sýnist þu
vera herramaður, en það nrá segja að allar teg'
undir fólks hittir maður undir sólinni. Þú getuf
komið og séð herbegið. Það eru þrjú pund »
viku, en þar er líka allt innifalið. Ég tek til
nesti, og þú færð góðan morgunmat og góða
*54
HEIMILISBLAÐI0