Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 26
til að endast manni ævilangt. Þeir kostuðu 39 skildinga. Síðan keypti ég rakvél, greiðu, fáein rakblöð og tannbursta; og mér til undrunar komst ég að raun um, að ég átti enn eftir þrjú pund og fáeina smáskildinga. Ég fór heim með þetta sem ég hafði keypt, og þá var klukkan að verða tólf. Ég hringdi niður í veitingastofuna og fékk sendan upp ríkulegan hádegisverð. Ég er búinn að gleyma hvað það var, en hann var nægilegur til að metta svanga munna. Ábætir og kaffi bundu endahnútinn á þá máltíð. Eftir á settist ég með lappirnar uppi á skrifborðinu og árðstaf- aði öllu varðandi milljónaeigur mínar. Fyrst liringdi ég til ritara míns, Jolin Cut- laok, og átti við hann langt samtal og sagði honum undan og ofan af um fyrirætlanir mín- ar, jafnframt því sem ég veitti honum leyfi til að hefjast handa um viðskipti fyrir mig, eftir því sem hann hefði vit og krafta til. Ég kvaðst rnundi liafa samband við hann annað slagið og láta hann vita, hvar ég væri niður korninn hverju sinni, en ef hann finndi mig ekki, þá skvldi hann auglýsa undir dálksheit- inu „Einkamál" í The Times, svo ég gæti haft samband við liann. Ef eitthvað bráðnauðsyn- legt kæmi uppá, þá yrðum við að notast við útvarpsorðsendingu. Ég hringdi til þess sem sá um bankamál mín, einnig til eiganda íbúðarinnar, og síðan hringdi ég í Arohie Craddook. Ég sagði, að hann skyldi fara eftir John Cutlack í einu og öllu, en veitti honum annars mjög frjálsar hendur. Ég hafði alltaf getað treyst honum. Ég lét hann vita i smáatriðum margt það, sem gera þyrfti næsta árið, en síðan ræddum við öllu persónu- legri hluti. — Þú varst heppinn að flægjast ekki með okkur niður á Trafalgar-torg, kæri vinur. Þetta var ekki sérlega gaman, og vatnið var fremur kalt. Ég lenti sjálfur í bleytunni, og þá kom lögregluþjónn, sem blés í flautu, svo við grip- um til fótanna hver sem betur mátti inn í Strand. Sem betur fer var þar engin sála á ferli. Við hljótum að hafa litið heldur illa út, eins og hálfgert nektarfólk. Auðvitað neydd- '5° umst við til að hlaupa frá bílunum okkar, það var ekki um annað ræða. Lögreglan var á hæl- unum á okkur í bifreið, en að lokum var okkur bjargað í Fleet Street af blaðamanni, sem var vinur Jane. Hann ók okkur síðan heim í bíln- um sínum, en ekki var hægt að segja, að hann hefði heppnina með sér. Já, þetta var taum- laus nótt, það má nú segja. Ég komst ekki í rúmið fyrr en klukkan sjö, og nú finn ég að ég er að fá rokna-kvef eftir allt saman. Mér varð hugsað til þess, hvað faðir rninn hefði sagt, ef hann hefði verið á lífi, varðandi það traust sem ég sýndi þcssuni manni. Lög- fræðingurinn minn, hann Simon, var allt önn- ur manngerð. Föður mínum hefði geðjazt vel að Simoni. Sameiginlegir vinir okkar sögðu, að liann væri jafn leiðinlegur og ég sjálfur, en ég vissi, hvar ég hafði hann. Hann hafði staðið við hlið mér í brúnni á Sapper, þegar olíu- skipið stóð í Ijósum logum á stjórnborða, en sótsvartir skipbrotsmennirnir klifruðu upp reipstigana og slöngvuðu sér inn á þilfarið. Þegar ég liafði lokið viðskiptasamtölunum, greip ég fram Englandskortið og virti það lengi fyrir mér. Ég varð að finna einhvern stað, sem ekki væri alltof langt burtu; þess vegna tak- markaði ég mig við hundrað og fimmtíu kíló- rnetra radíus. Ég átti enga peninga aflögu fyrir járnbrautamriða. Kannski hefði ég kjark til að nota þumalputtann þegar morgundagurinn iynni upp, en sjálfur hafði ég ekið framhjá svo mörgum slíkum náungum, þegar ég sat undir stýri í mínum eigin bíl, að mér fannst varla réttlátt af mér að ætlast til þess að geta komizt leiðar minnar með því móti. Ég hafði ekki miklar áhyggjur af ferðatöskunum, en lúns vegar sá ég mér ekki fært að leysa spurn' inguna um hreinlætisaðgerðir að svo komnU máli. Vonandi fengi ég bráðurn eitthvað að gera, og þá gæti ég borgað fyrir að fá þvegna af mér leppana, þegar nauðsyn bæri til. Að lokum einbeitti ég mér að Cambridge eða Oxford. Ég kastaði upp krónu, og það varö Oxford sem upp kom, en engu að síður ákvað ég að það skyldi verða Cambridge. Ég vissi, að það var „svæði í uppbvggingu“ eins og HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.