Heimilisblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 20
smáu hluti“. Áður en komst að niðurstöðu var
ég sofnaður, og vaknaði ekki fyrr en ungfrú
Apperley gekk inn með appelsínusafann. Það
var ennþá kveikt á náttlampanum mínurn og
fallega bókin með „Vísunni um góð ráð“ lá
opin. Ég las erindið aftur, á meðan ég drakk
safann, og hugleiddi hvers vegna mér'hafði
fundizt þetta svo þýðingarmikið í nótt; og þá
rifjaðist það upp fvrir mér, að mig hafði enn
einu sinni dreymt um Andrómedu og langa
ganginn. Kannski átti ég að tala um þetta við
H.G. Ég rakaði mig og klæddi, og gekk síðan
inn í borðstofuna þar sem ungfrú Apperley
hafði framleitt morgunverð handa mér. Ég
gægðist í The Times á rneðan ég át fleskið og
eggið, til þess að sjá hvað sagt væri um Richard
Pendleton. Fyrirtæki Petersons Jones Ltd. hafði
vaxið í verði. Síðan gekk ég að skrifborðinu og
leik á blokkina mína. Það furðaði mig, að ég
átti engin stefnumót þennan dag. Ekki fyrr en
klukkan tvö, að ég átti að hitta H.G.
Allt fram til þessa höfðu vitjanirnar á stofu
lians verið athöfn, sem ég reyndi að framkvæma
á milli tveggja viðtala annars eðlis, og mér hafði
jafnan gramizt hversu mikinn tírna þær tóku.
Nú ofbauð mér það, hversu tómlegur dagurinn
leit út fyrir að verða. Það furðulega var, að
svo virtist sem allir aðrir væru mjög önnum
kafnir. Ég hitti tvo kunningja mína í klúbbn-
um, og við skiptumst á nokkrum orðurn í
fljótheitum.
— Sæll, gamli vinur! Þú hefur selt verk-
smiðjuna. Vel af sér vikið! — Hvemig er að
vera milljónungur og hafa ekkert fyrir stafni?
Bara að ég gæti gert það.sama. Jæja, ég verð
að hraða mér. Á að vera mættur klukkan tólf,
svo ég er Jægar orðinn of seinn!
Ég kom hálftíma of snemma í vitjunina hjá
H.G., og fallega aðstoðarstúlkan leit á mig
undrandi.
— Þér eruð snemma í því, herra Pendleton,
en ég er hrædd um, að lækninum hafði seinkað
í dag. En hann tekur að sjálfsögðu á móti yður
strax þegar liann kemur.
Hún vísaði mér inn í biðstofuna, þar sem
ég settist og fór að lesa The Times.
Það virtist vera að minnsta kosti heil klukku-
stund, áður en önnur aðstoðarstúlka kom og
vísaði mér inn, en ég leit á klukkuna og sá, að
hún var aðeins fimm mínútur yfir þrjú.
• —■ Sæll, vinurinn. Jæja, hvernig líður þér í
dag? spurði hann og leit á mig á sinn venjulega
hressilega hátt.
Ég settist í alltof þægilegan hægindastólinn
gegnt honum við borðið, og ljósið skein beint
í andlit nrér, unz mig fór að syfja og finna fyrir
magnleysi eins og jafnan í návist hans. Rödd
hans var eins og suð í flugu fyrir utan glugga.
Ég varð að hafa mig allann við til þess að geta
fylgzt með því sem hann sagði. Hann hafði
dregið frarn spjaldið rnitt og sat nú við að
merkja inn á það svör mín við spurningum
hans.
— Svafstu vel í nótt?
Ég kinkaði kolli.
— Hvernig er matarlystin um þessar mundir?
— Nokkurnveginn eðlileg.
— Þú ert sem sagt laus við þann ótta að geta
ekki borðað, sem þjáði okkur báða fyrir útrás-
ina?
— Útrásina? endurtók ég.
— Já, þegar við rifjuðum upp það sem þú
hafðir upplifað í stríðinu, sagði hann. Þú sagðir
mér næstum í smáatriðum það sem gerðist úti
á Atlantshafi, manstu, og lýstir því mjög vel-
Þú fékkst hjartslátt og svitnaðir og sýndir öll
merki mikillar andlegrar þvingunar. Ég er viss
um, að það var mjög gagnlegt að fá þann atburð
leiddan í dagsins Ijós.
Hvernig líður þér annars? Færðu ennþá þessi
örvinglunarköst?
— Ilvað koma þau oft?
Ég hugsaði mig um.
— Urn það bil tvisvar í viku.
— Svo oft? sagði hann ígrundandi og leit
á mig. Og hvað um martröðina á nóttunni?
Ég sagði honum frá því sem mig hafði dreymt
nóttina áður, og liann hlustaði með áhuga,
fullur samúðar.
— Það er erfitt að gefa einfalda skýringu á
þessu, sagði hann þegar ég hafði lokið mál>
mínu. Þú hefur sagt mér, að þú værir mjög
144
HEIMILISBLAÐlP