Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 44

Heimilisblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 44
út í og smirjið. á tertuna og rúllið hana saman og látið helzt vera rninnst í Va tíma í ísskápn- um áður en kakan er borin fram. Appelsínu-vallmetukaka. 225 gr. smjör 250 gr. syknr 3 eSg 225 gr. hveiti 2 tsk. lyftiduft safi úr 1 appelsínu og rifinn börkur af appelsínu. 100 gr. saxaðir valhnetukjarnar Creme fraiche sósa: 1 bikar af creme franche. Safi úr r appelsínu og sykur eftir smekk. Smjörið er hálfbrætt og þeytist vel með sykrinum. Þvínæst með eggjunum, einu í einu. Hveiti og lyftidufti er síað út i hrært varlega út í ásamt appelsínusafanum, og rifnum berk- inum og valhnetukjörnum. Deigið er látið í mjög vel srnurt form. Bakað við meðalhita ca. 160° í tæpan klukkutíma. Þcssi kaka er framreidd með crerne franche. Gleðileg jól! Ég get ekki stillt mig um að sýna ykkur þessa fallegu keramikvasa, sem eru að vísu danskir. En það er hægt að fá mjög fallega ís- lenzka keramik hluti. Anna lifla og Þú litli gestur! leyfðu mér að láfa þig í búrið mitt; þar eru fræ og arfi grænn, þar á að vera bólið þitt. Nei, vina góð! Ég þakka þér, ég þrái loftið hreint og svalt; og betra og hlýrra er bólið mitt en búr, þó væri úr gulli alt“. En, heyrðu, vesalings vinan mín! þá vcturinn að garði ber, og snjórinn móann þekur þinn, er þér víst borgnara lijá mér. máríatlan „Þá svíf ég héðan langt, svo langt, í löndin snður græn og hlý; en svo að vori’ ég vitja þín, min vinan kær, með söng á ný“. „Hver leiðir, vina litla, þig svo langan veg um fjöll og sjó? Nei, vertu heldur hjá mér kyr, í hlýju búri er sæld og ró“. „Mig leiðir Drottins líknarhönd þann langa veg um fjöll og sjó, og létta vængi Ijær hann mér, að leita uppi sólskin nóg“. (B. J.). HEIMILISBLARl^ 168

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.