Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 34

Heimilisblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 34
dyrapallinn til að fylgja þeirn ór hlaði. Þegar við komunr inn aftur, var hr. East búinn að skrúfa frá sjónvarpinu og fannst hann vera orðinn kúrekalietja. Þegar Jesse James óð inn í veitingakrána með marghleypu sína í hvorri hendi og breiðbryddan liatt á höfði, þá varð það sem gestgjafi rninn í eingin persónu. Ég geri ráð fyrir, að H.G. myndi hafa sagt, að þannig veitti hann sér sárabætur fyrir rýran vöxt sinn, ófrítt og mæðulegt andlitið, og sjálft líf sitt svo svipsnautt og tilbreytingalaust senr það var. Frú East sneri sér að mér. — Dulce hefur verið vandamál alveg síðan hún hætti í skóla. Það hefur alltaf verið auð- velt að fá hana til alls, og svo var hún líka svo bráðþroska. Ilún æsir upp karlmennina, en hún veit ekki hvernig þeir eru. Hún er saklaus á allan hátt, vesalings Dulce. En illir karlmenn eru skepnur að eðlisfari. Ég leit á hana undrandi, og hún hló við: — Nema ég er viss um, að þú ert ekki þannig! Klukkan tíu fór ég og lagði mig, en þá var Dulce ókornin heim, þrátt fyrir ströng fyrir- rnæli um að vera heirna klukkan hálftíu. Eg fór inn til mín og lagðist fyrir í nærfötununr. Dýnan lét undan með einskonar stunuhljóði, og eitthvað lét hún í sér heyra í hvert skipti sem ég bærði á mér um nóttina. Ég hafði ekki nema smásvæfil undir höfðinu, og ég kunni því ekki allskostar vel, því ég var vanur að hafa þá þrjá. Eg var næstum viss um að geta alls ekki sofnað, þegar ég loks sneri mér til veggjar og lokaði augunum. Ég vaknaði við nrikinn hávaða rétt fyrir utan dyrnar hjá mér. — Hvar hefurðu verið? æpti frú East. Veiztu hvað klukkan er, stúlka mín? — Ssss! hvíslaði Dulce. Ekki svona hátt mamma. Mamma hennar Davvn er ágæt kona. Ég var þar heima eftir bíóið. — Þú verst þar ekki, gegndi matseljan mín. Ég var stödd þar h'rir utan urn ellefuleytið, og það var hvergi ljós þar í húsi. — Æ, hættu mamma mín, svaraði Dulce óþolinmóð. Pabbi, segðu henni að láta ekki svona kjánalega. Hún er svo gamaldags. Ég er alls ekkert barn, en það er víst það sem hún heldur. — Vertu ekki að ásaka móður þína, greip hr. East frarn í. Réttast væri að ég legði þig á kné mér og veitti þér væna flengingu fyrir að koma svona seint heim! — Þið vekið leigjandann, hvíslaði Dulce. Gætið að því! Þrætan hélt áfrarn frammi í eldhúsinu og öllu lægra, en samt heyrði ég stöku setningn ágæta vel. Þau voru enn að jagast þegar ég féll í værð, og ég vaknaði ekki fyrr en rödcl frá East gah við evra mér. — Klukkan er sex. Hér er tebolli. Ef þú flýtir þér frarnúr geturðu kornizt að vaskinunr til að þvo þér áður en maðurinn rninn kemur niður. Ég drakk teið þakklátur og girti nátttreyj' una ofan í brækurnar. Síðan gekk ég fram í eklhúsið og jrvoði mér og rakaði, á meðan • frúin steikti morgunverðinn við hliðina á mer. — Má ég fá lánað handklæði? spurði ég. — Notaðu okkar, það hangir á bakvið dyrn- ar, gegndi hún. Maðurinn rninn segir ekkert við því, og ég ekki heldur. Ég fór inn til mín og klæddist, kom síðau fram til morgunverðarins í sörnu fötunum og ég hafði verið í daginn áður, að undantekinm skvrtunni. Ég hafði farið í þá hvítu til virð' ingar við fvrsta vinnudaginn. — Þú ætlar þó ekki til vinnu í þessum föt- um? spurði hún. Hvar er vinnugallinn þinn? Ég svaraði hæversklega, að ég hefði engau annan, og þá sagði hún að ég skyldi ekki hugsa nánar um það. Skynsöm kona, frú East. — Þú hefur verið veikur, sagði hún og klapp' aði mér á öxlina. Þá er það ekki svo auðvelt- En ég á gamlar buxur, sem hann Bill minU notaði. Þær passa þér vist ágætlega . . . hanu var lögregluþjónn . . . síðasti leigjandinn rninn- Ég fékk þær til að gera við þær, en svo keypt’ hann sér nýjar, og kærði sig ekki meira uiU þær gömlu Það er víst skyrta til líka. Blá, eins og þessar sem lögreglan gengur í. Færi ekk’ sem verst við bláu augun í þér! 158 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.