Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 13
Hann tók hönd hennar blíðlega í sína, djúpt snortinn. »Það snertir mig að heyra þetta, Aníta“, sagði hann. „En hvernig gat mig grunað, að hlfinningar þínar væru á þennan veg? Ég skal §era hvað ég get til að koma ekki svona oft til Rancho Gordo“. Það fór urn Anítu, og hún greip hendi í Þjartastað. »Því þá það?“ spurði hún óttaslegin. „Er eg ekki falleg? Er ég ekki þess virði að vera elskuð? — Ég er þó hálf-bandarísk, senjor Johnny!“ »Það er alls ekki þess vegna, Aníta“’, svaraði Þann ör\'æntingarfullur, því að þetta var eins °g að stinga hennar eigin hnífurn í hennat ei§ið brjóst. „En . . . taktu eftir . . . það ei Ung stúlka heima í héraði rnínu, sem ég von- asf til að kvænast, þegar ég hef unnið méi Veg og virðingu . . . skilurðu?“ Aníta sat grafkyrr og horfði út vfir eyði- niörkina. Það var eins og ungur líkami henn- ar beyktist allur undan þungu svipuhöggi. Sorg hennar og örvænting var svo átakanleg, að hann lagði hönd sína blítt vfir grannar og veik- Vggðar herðar hennar. »Svona nú, Aníta“, sagði hann. „Ég er ekki slíkrar ástar virði.“ Aníta strauk laust um enni sér. „Þetta er . . . er allt í lagi, senjor“. Skönimu síðar spurði hún: „En hvernig lítur llUn út þessi stúlka? Þessi hamingjusama stúlka, senr þú elskar. Hún hlýtur að hafa Sol'na í hármu og himininn í augunum eins °» þú sjálfur....“ ' ’-Jú, vissulega er hún falleg. Ljóst hár, blá a,1gu. Ilún lieitir Moira“ »Já, ég skil“, sagði Aníta og stóð á fætur. ’’ 'g býð þá góða nótt. og sofðu vel . . . Jo- hnny.“ »Góða nótt, Aníta — — — og f\rrirgefðu mér“. ' "Hef ég eitthvað að fyrirgefa . . . nei!“ .lllln ieið burtu eins og skuggi og hvarf 11 Ur í dimrdt og stórt húsið. — Johnny Brace kom ekki dúr á auga þessa heimil ISBLAÐIÐ nótt. Játning Anítu hafði haft geysisterk áhrif á hann. Honum skildist, að hún var ung kona, með tilfinningaríka og blíða sál, en ekki eins og hann hafði haldið — daðursgjörn stelpa. Hann starði upp til stjarnanna og óskaði þess, að skyldustörf hans þyrftu ekki að beina för lians oftar að garði móður hennar. — En fyrst um sinn myndi þó skyldan bjóða honum að korna hingað. Mexíkanskur óaldarflokkur hafði stöðvað járnbrautarlegt, rænt og ruplað far- þegana, fimrn ríka bandaríkjamenn, þrjá karl- menn og tvær konur. Þau höfðu verið hrakin inn fyrir mexkönsku landamærin, en Johnny Brace beið þess, að ræningjarnir myndu birt- ast á þessum slóðum með fanga sína. Undir dögun var hann kominn niður og vakti menn sína. Donna Lucia hafði séð fyrir því, að sjóðandi kaffi stóð á könnunni, ásarnt góðum morgunverði handa þeirn öllum. Þegar þeir lögðu af stað, óskaði hún þeirn góðrar ferðar með fornri kveðju þjóðarinnar: „A Dios . . . . í Guðs friði!“ Þótt það hefði kostað hann lífið, gat Johnny Brace ekki stillt sig um að skotra augununr upp á þakið, um leið og hann reið gegnurn hliðið, og hann sá ekki betur en brygði fvrir grannvaxinni veru í einurn járnrimlaglugganna þar efra. Þar stóð líka Aníta og horði á eftir honum. Undir stórum augum hennar voru dökk;r baug- ar, og andlit hennar sem vant var að vera frísklegt, var nú náfölt og þrevtulegt. Síðla kvölds konr gæzluhópurinn aftur. Hann kom ríðandi eins og skuggar þar sem hestarnir höfðu flókaþófa um fæturna. Johnny Brace snreygði sér af baki þreyttum hesti sínurn og horfði beint í augu Donnu Luciu. „Frú mín“, mælti hann í furðu kuklalegum tón. ,,í nótt tek ég stjórn yfir búgarðinum og öllum, sem hér eru, og allir skulu hlýða fyrirmælum mín- um, án spurninga eða tafar“. „Því þá? Hvað hefi ég gert?“ spurði hún og var enn ekki búin að jafna sig eftir afturkomu gæzlusveitarinnar. „Ekkert, en ég hef mínar ástæður. Látið sér- hvern á búgarðinum vita, að gengið skal til *37

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.