Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 25
önnur skjól. Síðan varð ég að bollaleggja, hvernig ég gæti útbúið mig sem bezt fyrir ein pund. Það hlaut að verða erfitt, en það Var þó möguleiki, -hugsaði ég. Svo langt sem það náði. Þegar því væri lokið, yrði ég að koniast eins langt burt frá London og kostur v*ri. Ég vildi ekki eiga það á hættu, að ein- hver bæri kennsl á mig. Ég myndi þá ekki eiga rnikið aflögu, þannig að máski kæmist ég afram á puttanum. Ég reyndi að skrifa hjá mér Jllt sem ég þyrfti að kaupa. Listinn varð enda- ^aus . . . náttföt, vasaklútar, skór, fatnaður, frakki, hárgreiðsla og bursti, tannbursti og tann- frrem, rakvél og rakkrem, hárspritt, skyrtu- f'uappa, sápa, svefnpillur, talkúm, hanzkar. Ég braut heilann aftur og fram og reyndi að finna lausn á öllunr vandamálunum. Ég ákvað að fara út og fá mér göngu um göturnar, kíkja 1 ktiðargluggana. Ég varð að hafa uppi á verzl- unum sem seldu vörur á lágu verði, miklu ^ægra en því sem ég var vanur við. Ég reikaði UPP Bond Street og niður Oxford Street, og aður en ég kom heirn i íbúðina aftur hafði við- horf nritt til vissra hluta breytzt. Ég hló, þegar uiér varð hugsað til rakspritts og talkúms. Ég ^rosi við tilhugsuninni um regnkápu eða frakka. Það var sumar, og ef rigndi gæti ég ^ifað skjóls einhversstaðar. Svo e.infalt var nú það. Ég rnyndi ekki geta haft marga hluti á s'iíkum lista næstu tólf mánuðina. Ég ákvað að verða mér úti um nothæfar vinnubuxur, uotaða skyrtu og jakkagarm, í staðinn fyrir al- fatnað. Ég hafði séð nærföt úr bómull úti í gÉigga, sem kostuðu þrjá skildinga, og fannst Seur ég gæti sofið í nærfötum einum fyrstu Pr)a mánuðina, ef ég svæfi þá yfirleitt í nokkru. Jg hafði ekki lengur áhyggjur af nokkrum opuðum hlut, þegar ég hljóp upp stigann og °kaði mig inni í íbúðinni. Ém morguninn þegar ég vaknaði hafði ég niI§ upp úr bælinu, skreiddist í fötin og át n,°rgunverðinn. Svo beið ég þess óþolinmóð- Ur verzlanir opnuðu. Ég gekk inn í stórt vóruhús, sem ég hafði hugsað mér fyrirfram, þar komst ég að raun um, að ég vissi ekki hvaða stærðir ég þurfti. HeIMILISBLAÐIÐ Ég keypti mér metramál, gekk afsíðis út í horn vöruhússins og mældi mig allan eins lítið áberandi og ég gat; og ég rétt slapp við að vera handtekinn af óeinkennisklæddum lög- reglumanni, sem fylgdist með mér og hafði mig grunaðan uni búðarhnupl. Hún kom í ljós, þegar ég var að mæla á mér hálsinn. Líklega hefur hann haldið ég ætlaði að hengja mig í málbandinu, því ég var óneitanlega orðinn ó- þolinmóður og, taugaóstyrkur. Ég hafði skilið eftir hanzkana mína og stafinn við búðarborð- ið, ásamt minnisbókinni og blýantinum. — Hvað eruð þér að gera hér einn yðar liðs? spurði hann og tók af mér málbandið. Þegar hann hafði heyrt útskýringu mína, rak hann mig þangað sem stúlka stóð við borð, merktu „Karlmanna-nærfatnaður“, og þar keypti ég nærbuxur fyrir 4 skildinga og 11 pens, rauða sokka fyrir 3 skildinga og 11 pens. Síðan leit ég á skyrturnar og ákvað að velja mér eina sem kostaði 19 skildinga og 11 pens. Þetta var hvít skvrta, og fylgdu ókeypis tveir lausaflibbar Ég tók fram aurana mína og taldi, og því næst fór ég og kevpti önnur pör af sokkum og þrjá vasaklúta. Samkvæmt ráðleggingu stúlkunnar kevpti ég eins sokka og í fyrra sinnið. Hún sagði, að það jafngilti því að eiga þrenn pör. Ég býst ekki við því, að hún hafi haft háar hugmyndir um verzlunamt mitt, því þegar ég var búinn að borga og ætlaði að fara, ákavð ég að kaupa aðrar nærbuxur í viðbót. Hún var fjarska alúðleg, já, næstum móðurleg við mig. Ég hef oft hugleitt hvað hún muni hafa haldið, þegar velklæddur herra eins og ég vildi kaupa ódýran nærfatnað og taldi fram aurana sína á jafn nánízkulegan hátt. Hún fylgdi mér yfir í deildina þar sem seldur var ullarfatnaður karla, og hjálpaði mér við að velja langerma ullar- fatnaður karla, og hjálpaði mér við að velja langerma ullarjakka á tvö pund. Þegar ég taldi með tíu skildingana sem fóru til Archie Crad- docks, fyrir buxurnar og skyrtuna, hafði ég fram til þessa eytt aðeins fjóru og hálfu pundi. Ég fór inn í verzlun, sem seldi notaðan hermanna- fatnað, og keypti sterka brúna leðurskó með stálnöglum undir sólunum, sem ætlaðir voru 149

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.