Í uppnámi - 24.12.1901, Blaðsíða 7
75
bækur, söfn tafla og skákdæma og einstök hepti og hindi af skák-
tímaritum.
Það er gott, að nú hafa fengizt sönnur fyrir því, að sögurnar, er
borizt hafa til menntalandanna um iðkun skálctafls á þessari afskekktu
eyju, eru sannar. Þetta er líka merkilegt atriði, er vekur athygli
manna á landi, sem hefur svo mikið og merkilegt við sig. En ætlun
vor er, að minnast eyjunnar frekar í tímariti voru.
Saga skáktaflsins.
II.
Eins og áður hefur verið sýnt fram á, kom skáktaflið til Islands
beint fx-á Englandi. Af námsmönnum og stúdentum á síðara hluta
12. aldar, er ætla má að hafi meðal a.nnara flutt skáktaflið til Is-
lands, mætti nefna Þokláic itinn helga Þórhallsson, biskup í Skál-
holti (d. 1193), er eptir dauða sinn var tekinn í lielgra manna tölu
af Islendingum á alþingi; hann var í nokkur ár við dómskólann í
Lincoln; Hrafn Svhinimarnarson (d. 1213), sem á árunum 1190—1200
ferðaðist um öll þau lönd í Evrópu, þar sem skák var þá tefld, sem
sé England, Frakkland, Ítalíu og Spán og fór alls þrisvar til Bret-
landseyja; Pál Jónsson (d. 1211), biskup í Skálholti, son Jóns
Loi'tssonar í Odda, sem sagnaritarinn Snoiiri Sturluson dvaldi hjá
á æskuárum sínum. Páll bislaij) dvaldi um 1180 við skóla á Englandi
og mun hafa verið þar alllangan tíma að því er ætla má af hinu
mikla námi, er hann nam þar.
Saga skáktaflsins á Islandi er ólík sögu þess í öllum öðrum
löndum. Skáktaflið barst þangað norður meðan það var ófull-
komið og þcgar ekki var búið að fastákveða reglurnar um mann-
ganginn, hrókun, “passar battaglia” eða “non passar battaglia”,
uppkomu peða o. s. frv. Samgöngur milli útlendra og innlendra tafl-
manna hættu mjög snemma, og af því leidrli, að skáktafl á Islandi
breyttist á margvíslegan og undarlegan hátt og sérstakar tafltegundir
mynduðust svo sem liin svonefnda valdskák, þar sem einungis mátti
drepa óvaldaða menn; ennfremur mynduðust einkennileg skilyrðismát
eins og það að enda taflið með mörgum mátum, hverju á eptir öðru,
og ýmislegt annað, sem hvergi þekktist í öðrum löndum eða einungis
á asíatisku Evrópuöldinni. En á næstu fjórum eða fimm öldum eptir
að skáktaflið fluttist til Islands virðist það að liafa verið mjög tíðkað
þar og hjuggu Islendingar opt til hæði skákmenn (úr beini og
rostungstönnum) og skákborð og mun það ef til vill enn gjört sumstaðar
upp til sveita, og stundum liafa smíðar þessar verið gjörðar af nokkurri