Í uppnámi - 24.12.1901, Blaðsíða 13
81
tveggja eða fleiri lakari hinu megin — hin svo nefndu samráðatöfl —
tíðkuðust einnig fyr meir, en nú hafa úr þeim myndazt liin svo nefndu
kapptefli (tournaments) eða skákþing, þar sem fjöldi taflmanna keppa
hver við annan annaðhvort hver í sínu lagi eður á annan hátt. Hið
fyrsta allsherjarþing af því tagi var haldið í Lundúnum í sambandi
við hina stóru sýningu 1851 og hlaut þar hæztan heiður Þjóðverjinn
Adolf Anderssen; en liið markverðasta skákþing einstakrar þjóðar
var hið ameríkanska í Nevv York árið 1857, þar sem Paul Mokthy
vann sín fyrstu lárber. En svo hefur aukizt tala skákdýrkenda, að
stór þing eru nú haldin nálega á hverju ári. Til þessarar greinar
skáktaflsins heyrir og það sem er kallað samtíðatöfl; eru það mörg
töfl tefld í einu af æfðum skákmanni gegn ýmsum mótleikendum og
venjulega gjört til skemmtunar fyrir meðlimi skákklúbba eða hóp
áhorfenda, er yndi hafa af skák. Blindtöfl, þ. e. að tefla án þess að
horfa á nokkurt taflborð, þekktust jafnvel á hinu pernesk-arabiska
tímabili og þeirra er getið á ttalíu á 11. öld; skáksnillingar eins og
Philidor tefldu eigi sjaldan þannig, en á vorum dögum hefur verið
gjört meira að þess konar heldur en mönnum áður liafði komið til
lnigar, og hafa staðið þar fremstir Louis Paulsen (1883—1891),
þýzkur maður, er lengi dvaldi í Bandaríkjunum, Paul Moriuiy og
Ameríkaninn Harry Nelson Pillsbury (f. 1872); hinum síðastnefnda
virðist veita það létt að tefla 20 blindtöfl í einu gegn jafnmörgum
mótleikendum.
Auk þess að tveir menn hefja tafl og tefla allt til enda á skák-
borðinu, eins og er hinn reglulegi gangur tafllistarinnar, er ýmislegt
annað einkennilegt og fróðlegt gjört á því. Eigi hið síðsta af þess
konar er hið svonefnda “riddarastökk”, sem fólgið er í því að riddarinn
er færður frá einum reit yfir á annan þar til hann hefur komið á
alla reiti borðsins, einu sinni á hvern. Sanskrítarfræðingar hafa
uppgötvað nýlega, að þessi merkilega skákþraut var tíðkuð á Indlandi
á síðari hluti 9. aldar og í henni fólgnar vísna- eða ritgátur.1 Á síðari
tímum hafa ýmsir stærðfræðingar fengizt við að rannsaka riddara-
stökkið og hafa þeir reiknað nákvæmlega út hinar flóknu brautir
þessa merkilega skákmanns, og ritað um þetta margar bækur og þær
langar sumar. Líkar þrautir hafa verið búnar til, þar sem drottningin
eða hrókurinn eru í stað riddarans.
Er menn fóru að semja skákdæmi eða íþróttleg tafllok jókst enn
sú margbreytilega ánægja, er menn hafa af taflborðinu. Eins og sýnt
mun verða hér á eptir er þetta einnig gamalt, því að það var mjög
1 Sjá frekar um þetta hér^að framan bls. 11—14.