Í uppnámi - 24.12.1901, Síða 47

Í uppnámi - 24.12.1901, Síða 47
115 —Hið rússneska “Schachmatnoje Obozrenje” í Moskva, sem nú er risið upp á ný með allmiklu fjöri, hefur boðið til alþjóðlegrar fjórleiks- dæma-samkeppni. Dæmin eru þeim skilyrðum bundin, að drottningin standi i byrjun á einum hornreitnum og máti í 4. leik á þeim reit eptir að hafa farið á alla hina hornreitina; úrlausnin yrði þvi, ef drottningin stæði upp- haflega t. d. á al, þessir 4 leikar: 1. Dal—hl; 2. Dhl—h8; 3. Dh8—a8; 4. Da8—al =þ eða eitthvað þvi um likt. Tvenn verðlaun eru veitt, 10 og 5 rúblur, og dómarar eru M. J. Ts.tigorin og P. P. Bobrov. —Hið þýzka vikublað “Illustrirte Zeitung” (Leipzig) hefur haldið þríleiksdæma-samkeppni og er nú kveðinn upp dómur um dæmi þau, er inn hafa komið; 1. verðlaun hlaut P. Schrdfer (Bamberg), 2. W. Hoflein (Bamberg) og 3. Konrad Erlin (Wien). —Snemma i ár lézt i Havana Andrés C. Vazquez, taflmaður mikill og alþekktur skákdæma- og skákritahöfundur. Hann var fæddur i Havana 1844, en dvaldi um 20 ár i Mexiko og var skáksigurvegari meðal mexikanskra taflmanna; siðar varð hann generalkonsúll fyrir Moxiko i Havana. Af ritum hans mætti nefna: “Analisis del juego de ajedrez” (er til i 4 útgáfum) og “E1 ajedrez critico, enigmas, problemas y 'posi- ciones curiosas etc.” I fyrra byrjaði hann á nýju riti (“El ajedrez Magistral”), en af þvi voru komin út einungis 3 hepti, er hann lézt. Vazquez stofnaði mörg skáktimarit um dagana, en ekkert þeirra stóð lengi; um mörg ár var hann ritstjóri ýmsra skákdálka i Havana. Hann átti gott skákbókasafn (626 bindi) og hefur gefið út skrá yfir það. —Friherra Adolf Erik Nordenskiöld, hinn frægi vísindamaður og heim- skautafari, andaðist 13. ágúst, 69 ára gamall. Vér efumst ekki um, að allir lesendur vorir hafi heyrt mannsins getið, en siður hins, að hann var taflmaður góður og fékkst mikið við skák. Hann var formaður skák- félagsins i Stokkhólmi frá þvi það var stofnað árið 1866 og þar til 1877, er hann lagði af stað i hina miklu rannsóknarferð sina. Er hann kom aptur úr henni sýndi skákftlagið honum mikinn sóma og gjörði hann að heiðursfélaga sinum. Á Vega-ferðinni iðkaði hann mjög tafl i tómstundum og lét sér annt um að skipshöfnin gjörði það lika. —Andrew Burns, nestor hinna áströlsku taflmanna, lézt 13. júli siðastlið. Hann var fæddur i Glasgow á Skotlandi 1831, en fór til Ástralíu 1853 og var þar síðan. Hann komst brátt þar í fremstu taflmanna röð og varð áður langt um leið fremstui allra. 1863 tók hann að sér ritstjórn skák- dálksins i blaðinu “The Leader” og þótti hann jafnan ágætur, honum stýrði hann þangað til i ágúst 1899. Hér i Evrópu hefur ávallt þótt mikið til tafla hans koma.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Í uppnámi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.