Í uppnámi - 24.12.1901, Blaðsíða 38
106
Úr skákríki voru.
Úr Reykjavík er oss skrifað: “Lifandi manntafl var sýnt á þjóðhátið
Reykvikinga; tefldu þeir Einar Bbnbdiktsson málafærslumaður og Pétdr
Zophoníasson verzlunarmaður, en þar eð veðrið var svo slæmt, þá kom
þeim saman um, að bezt væri að skákin yrði sem styzt, og gerðu hana
þvi að jafntefli í nær 20 leikum. Á héraðshátíð í Borgarfirði á Aust-
fjörðum var einnig teflt með lifandi mönnum og gerðu það bræður tveir,
er báðir hétu Sveinn, synir Benedikts Sveinssonar mektarbónda þar.
Skákir þessar bera góðan vott um það, hversu mikið áhugi á skák hefur
vaknað nú á skömmum tíma og er vonandi, að Islendingar verði sem beztir
í þeirri fögru list.”
—Hinn 2. desember áttu nokkrir íslenzkir taflmenn í Kaupmannahöfn fund
með sér á “Hotel Alaska” til að ræða um stofnun islenzks skákfélags.
Á fundinum voru um 20 manns og stofnuðu þeir “Skákfélag ís-
lendinga i Kauþmannahöfn,” samþykktu lög þess og kusu stjórn; í
henni eru: stud. med. & chir. Eðvald F. Moller (formaður), stud. jur.
Halldór Hbrmannsson (skrifari) og verzlunarmaður JÚlíus St. Guð-
mundsson (gjaldkeri). Svo er ákveðið, að fundir verði haldnir einu sinni
í viku i mánuðunum október—april.
— Taflfélag Reykjavikur hefur nú staðið rúmt ár; var stofnað haustið 1900.
Aðalfundur þess var haldinn í október, eins og lögin ákveða. Þar var
lagður fram ársreikningur félagsins og eptir honum að dæma er fjárhagur
þess í mjög góðu lagi. Stjórnin hefur sent oss reikninginn til birtingar.
Reikningur
yfir tekjur og gjöld Taflfélags Reykjavíkur frá 1. okt. 1900 til 1. okt. 1901.
Tekjur.
1. Gjöf frá prófessor W. Fiske .... 540,00 kr.
2. Vextir af þeirri upphæð..........—,28 ,,
3. Tillög félagsmanna á árinu .... 92,— ,,
4. Frá ritara félagsins fyrir seldar bækur,
skáktöfl o. fl..............80,— ,,
712,28 kr.
Gjöld.
1. Áhöld og munir...................81,17 kr.
2. Húsaleiga........................39,— „
3. Prentun félagskorta o. fl........ 6,45 ,,
4. Burðareyrir undir bréf................... 4,89,,
5. Borgun fyrir fundarboðs-burð .... 5,55 ,,
6. Fyrir auglýsingar................ 8,35 „
7. Keypt bankavaxtabréf............ 500,— ,,
8. í sjóði hjá gjaldkera........... 66,87 ,,
712,28 kr.