Í uppnámi - 24.12.1901, Blaðsíða 39
107
í stjórn félagsins eru nú fangavörður Siguhðue Jónsson formaður, verzl-
unarmaður Pétue Zophoníasson skrifari, og bæjargjaldkeri Pítue Pétuesson
gjaldkeri. Formaðurinn er nú víst elztur taflmanna í Reykjavik (63 ára) og
hefur iðkað skák síðan hann var á unga aldri og margir yngri menn hafa
löngum þreytt við hann tafl og lært mikið af; nú kvað hann ætla að
segja af sér formennskunni og er það leitt þar sem hann er reyndastur
og rosknastur félagsmanna, en félagið fær vonandi lengi að njóta hans.
Það á og þvi láni að fagni að hafa duglegan og framkvæmdarsaman
skrifara og er slikur maður nauðsynlegur i þess konar félögum, ef þau
eiga að ná nokkrum þrifum. Hann hefur gengizt fyrir þvi, að félagið
kæmi á skákkenDslu fyrir drengi og fengið 2 félagsmenn með sér til að
kenna. Drengirnir borga fyrir kennsluna og félagið leggur dálitið fé
til; mun það að mestu ganga allt upp í húsaleigu. Er vér fréttum
siðast höfðu 26 drengir beiðzt kennslu. Ennfremur á nú að skipta
félagsmönnum í flokka eptir taflfimi og þvi næst er i ráði að halda
kappskákir.
—Vér vildum óska, að i vetur yrðu nokkrir nýir skákklúbbar stofnaðir
á íslandi, einkum á norður- og austurlandi. Það virtist eiga mjög
vel við, að i hverjum hinna stærri kaupstaða væri skákfélag, þar
sem þeir er skák kunna gætu komið saman og skemmt sér að minnsta
kosti eitt kvöld í viku hverri i hinum köldu,. dimmu og leiðinlegu vetrar-
mánuðum. En þess skyldi ávallt gætt við stofnun slikra félaga, að stjórn
þeirra sé fengin i hendur forsjálum, hagsýnum og duglegum mönnum,
því að það er skilyrði fyrir þvi, að félagið nái nokkrum þroska og þrifum
bæði i fjárhagslegum og öðrum efnum.
—Oss þykir leitt, að verða að flytja þá fregn, að merkisbóndinn Áeni
Þobkelsson i Sandvik i Grimsey, er vér gátum um i síðasta hepti, er
látinn. Hann andaðist að heimili sinu 8. dag maímánaðar siðastlið.
Hann hefur lengi verið talinn hinn fremsti maður í skákeyjunni Grímsey
og mætti hann á Þingvallafundi árið 1885 sem fulltrúi eyjarbúa; var hann
hvervetna virtur og velmetinn, þar sem hann kom. Hann var einn af
hinum fáu efnamönnum meðal eyjarskeggja og hafði hann reist hið eina
timburhús, sem er í eynni auk prestshússins, allir aðrir bæir þar eru úr
torfi og steini eins og meiri hluti íbúðarhúsa á íslandi. I mörg ár var
Áeni tálinn beztur taflmaður i Grimsey.
—Eyjarbókasafnið í Grímsey, er vér minntumst á í síðasta hepti, er nú
að þvi er vér vonum komið vel á laggirnar. Báðir bókaskáparnir, sem
sendir voru þangað, hafa nú verið settir upp, annar í húsi prestsins sira
Matthíasab Eggertssonae, hinn í Sandvík hjá syni Áena Þoekelssonae ;
þar þóttu þeir bezt geymdir, því að eigi var þorandi að hafa þá í kirkj.
unni vegna þess að menn óttuðust, að bækurnar skemmdust af raka. Ef