Í uppnámi - 24.12.1901, Blaðsíða 8
76
list.1 Á 19. öldinni hefur lohs gamla íslenzka skáktaflið, sem var
orðið meira og meira aflagað, smámsaman orðið að víkja fyrir hinu
fullkomnara tafii, sem nú tíðkast um allan heim.2 I bókmenntum
Islands bæði að fornu og nýju er tafls víða getið og ýmsir einkenni-
legir orðskviðir, spakmæli og skrítlur eiga rót sína að rekja til þess
og enn annað, sem meira er vert. En þegar um skáktaff í ritum
Islendinga er að ræða, má eigi gleyma því, að þar sem minnst er á
það í elztu fornsögunum, er það tímavilla (anakronismus), er ætla má
að stafi af því, að sagnaritararnir hafa blandað því saman við hnefatafl
og önnur forn töfl. I Olafs sögu helga er þannig skýrt frá því að
Knútur ríki hafi teflt skák við Ulf jarl í Hróarskeldu; en á þeim
tímum þekktist skáktaflið hvergi í Evrópu nema meðal Múhameðs-
trúarmanna á Spáni.
Einkennilegur og eptirtektaverður þáttur í sögu hins íslenzka
skáktafls eru þær. mætur, er eyjarskeggjar í Orímsey, þessari fjarlægu,
köldu og hrjóstrugu eyju norður í Ishafi, hafa haft á skáktaflinu í
marga mannsaldra. Sem stendur kann fjórði hluti íbúanna þar að
tefla skák vel og auk þeirra eru nokkrir, sem þekkja helztu frumatriðin,
enda er það aðal-skemmtunin, er þeir hafa í einverunni og í sínum
bágu kjörum, og sennilega munu hvergi vera hlutfallslega jafnmargir
taflmenn til. I hinu litla hókasafni, sem þar er fyrir almenning, er
dálítið safn skákbóka. Hinn núverandi prestur þar í eyjunni hefur
látið þess getið, að eyjaskeggjar hafi sjaldnast verið vfirunnir í skák, er
þeir hafa komið til norðurlandsins og þreytt tafl við landsmenn. Ein-
ungis eitt dæmi til þekkist upp á þannig einangraða skáksveit og það
er þorpið Ströbeck á Norður-Þýzkalandi, en þar hefur skák verið
tíðkuð í margar aldir og haldið allt til síðustu tíma ýmsum af sínum
miðalda-einkennum og kreddum; þó munu varla svo margir hlutfalls-
lega tefla þar skák sem í Grímsey.
Frá því skáktaflið var fundið upp, hefur það verið tíðkað mjög
við hirðir þjóðhöfðingja og því er það, að þess er svo opt getið í
hetjuljóðum og hirðkvæðum Vestur-Asíuþjóða og síðar í riddarasögum
Vesturlandaþjóða. Meðal bókvísra manna og múnka ruddi það sér
og til rúms sem góð og uppörvandi skemmtun; þess vegna voru opt
1 Um þetta efni sjá rit Frederic Madden’s um skákmennina, er
fundust. á eyjunni Lewis hjá Skotlandi, og íitgjörðina í “Annaler for
nordisk Oldkyndighed” (1838—39), ennfremur skrár yfir ýms forngripasöfn.
Þó leikur ennþá mikill efi á um þessa norrænu skákmonn frá miðöldunum.
2 Itarlegri lýsingu á skáktaflinu Sslenzka má finna í “íslenzkum
skemmtunum” (Khöfn 1888—1892) bls. 274—298 eptir Ólae Da-
VÍDSSON.