Í uppnámi - 24.12.1901, Blaðsíða 21
89
helmingi 19. aldar fjöldi evrópeiskra rannsakenda, sem búa víðsvegar
um Austur-Asíu, gefið ítarlegar frásagnir um taflið eins og það er teflt
í þfessum fjarlægu löndum; hinn starfsamasti þessara manna hefur
Kael Himly verið og hafa ritgjörðir hans birzt síðan 1871.1 Sem
“curiosum” í skáksögu bókmenntunum mætti telja það, sem ritað hefur
verið til þess að sýna og sanna að einhver önnur lönd en Indland
væru elzta heimkynni skáktaflsins. Sumir rithöfundar rekja uppruna
þess til Skýþíu, Tróju, Grikklands eða Róm, aptur aðrir til Kína, og
nú hefur fyrir skömmu komið út stórt og fróðlegt rit á spönsku
(J. Biiunet y Bellet’s “E1 Ajedrez,” Barcelona 1890), þar sem leitast
er við að sýna fram á, að skák hafi fyrst tíðkazt hjá Forn-Egyptum.
Eldri rithöfundum þótti mikið í það varið að nefna uppfinnarann
sjálfan með nafni og var hann stundum einhver þekkt persóna í
sögunni, stundum einhver ímynduð vera — meðal þeirra voru t. d.
Salómon kongur, Úlysses, Palamedes, Attalus, Xerxes og ímyndaður
indverskur vitringur, Sissa. Af æfisögum taflmanna eru efalaust
heztar “Life of Philidor” (1858 og 1863) eptir Ameríkanann Geoege
Allen og æfisaga P. Morphy’s, sem er í bók Max Lange’s, er
vér höfum minnzt á áður. Ritgjörðir um skákborðið og skákmennina
og nöfn þeirra á ýmsum málum eru á víð og dreif í ýmsum ritum,
einkum fornfræðislegum eða málfræðislegum; og um ýms einstök atvik
og atriði skáksögunnar má sjá margt víðsvegar í almennum bók-
menntum.
Þá koma rit ýmislegs efnis og er tala þeirra legió. Hin heim-
spekilega ritsmíði má segja að byrji í Evrópu með Jacobus de
Cessolis, sem vér höfum minnzt á áður; bók hans, “Liber de moribus
et officiis,” er siðferðisleg hugleiðing algjörlega byggð á skáktaflinu
og var ein af hinum algengustu og mest lesnu bókum á miðöld-
unum, enda var liún líka með þeim fyrstu, er prentaðar voru, eptir
að prentlistin var fundin. Margir urðu til að stæla hana, þýða og
endursemja skömmu eptir daga höfundarins — skýrsla um það fyllir
marga tugi blaðsíðna í v. d. Linde’s “Gescliichte und Litteratur,” og
nálega allar aldir hafa átt sína skák-siðafræði, skák-líkingar og skák-
speki. Að slepptum ýmsum yngri höfundum mætti geta þess að
einn af frægari mönnum á síðari öldum, Benjamin Feanklin, skák-
vinur mikill, hefur samið ritgjörð í þessari grein, þar sem er hans
“Morals of Chess” (1787). Af hinum mörgu stærðfræðingum, sem
hafa fengizt við að rannsaka lögin fyrir gangi skákmannanna og
1 Allmikil bréfaskipti um aldur og uppruna skáktaflsins og afbrigði
þess i austurlöndum Asíu voru birt i vikublaðinu “The Nation” no. 1818,
1823, 1824, 1833, 1835 og 1840 (New York 1900).
8