Í uppnámi - 24.12.1901, Blaðsíða 63
131
gátu, sem ef til vill er eigi svo virðuleg sem hinn egypzki sphinx, en
á þó sögu sína að rekja gegnum langa Inda-öld.”
Margir af áheyrendum Boyd’s, einkum þeir sem þóttust vera
fornfræðingar, tóku skýringum hans með efasemdar svip, enda
þótt þeir viðurkenndu skarpskyggni hans. Þeir fullyrtu, að ekkert
þessu líkt findist hvorki í söfnum nö nokkru fornletra-riti. Boyd
svaraði, að liann vildi ekki staðhæfa neitt — eins og hann ekki heldur
gat — um sanngildi þessa forngrips, er þeir hefðu rætt um. Hann
vissi það eitt, að skákdæmi af þessu tagi, enda þótt það væri nýstár-
legt, gæti verið samið á nálega öllum tímabilum skáksögunnar, en
honum findist, að það hefði þau einkenni, er serstaklega gætu töfrað
mann með skapi og líferni líku prófessors Perkins. Taflmaðurinn var
enn spurður, hvað hann áliti, að næst ætti að gjöra í þessu máli, er
þeim fékk öllum svo mikils. Og aptur lýsti Boyd því stuttlega,
hvað hann áliti, hæfilegt að gjöra; enn urðu allákafar umræður á
eptir og enn var uppástunga skákdæmaliöfundarins samþykkt, enda
þótt nokkrir findu að því, hve langan tíma þessi áætlun þyrfti til
framkvæmdar.
V.
Ein vikan leið eptir aðra með hinum mesta hraða og nú var meira
en þriðjungur árs liðinn, síðan síðasta ráðstefna var haldin til að ræða um
prófessor Perkins. Auðu stólarnir í fyrirlestrasal hans höfðu aldrei verið
jafn margir og nú, og forstöðumaður forngripasafnsins kom þar nú ávallt
sjaldnar og stóð þar æ skemur og ske'mur við. Það fór nú að kvisast,