Í uppnámi - 24.12.1901, Blaðsíða 12
80
það mest og bezt að þakka, að "Deutsehe Schachzeitung” var stofn-
sett og kom það rit fyrst út í höfuðstað Prússa. Frakkland liefur
síðan engann mann átt, er fetað gæti í fótspor þeirra Deschapelles
og Labouedonnais, og þegar á allt er litið, mun England heldur ekki
liafa átt neina, er fyllilega gætu jafnazt við Cochrane og MacDonnell,
en liins vegar var Þýzkaland fósturfold Adolph Andekssen’s (1818
—1879) frá Breslau, sem stendur jafnfætis hinum fremstu af fyrir-
rennuruni sínum frá Berlín. En í Bandaríkjum Norður-Ameríku stóð
vagga liins mesta taflmanns, er nokkru sinni hefur lifað, Paul Morphy’s
(1837—1884), og fæddur var í New Orleans í ríkinu Louisiana. Skák-
skeið hans var stutt, þar sem það náði yfir dálítið meira en einn
áratug, en því glæsilegra og er eigi líklegt að neinn feti brátt þá
braut eða aðra líka, stráða snilldartöflum og gersimum. Eptir sögu
liðinna aida að da'ma mun lmnn um langan aldur standa sem liinn
eini stóri andi i ríki skáktaflsins, hin ósigrandi hetja við skákborðið.
Töll lians sýna fleiri dæmi skarprar dómgreindar, djúpsæi, festu og
einbeitni í framkva'indum en vart verður við í töflum nokkurs einstaks
annara taflmanna; og víst mun hinn unaðslegi stíll lians, þokkinn, er
siirettur af a'sku lians, hæverska hans og hin raunalega saga efri ára
hans stuðla að því að gjöra nafn hans ógleymanlegt og orðstír lians
ódauðlegan.
Síðan 1820 liefur líka feiknamikið verið starfað 1 sórhverjum
hingað til þekktum hluta skákheimsins, og þar að auki liafa opnazt
ný verksvið. Taflmenn liafa byrjað að halda fundi með sör og hafa
þeir fundir jafnan gjörzt fjölsóttari og tíðari. Hinn fyrsti skákklúbbur
var stofnaður í Lundúnum um miðja 18. öld, en þá var hið nafnkunna
Café de la Régence í París þegar orðið taflmannahæli og hefur
haldið áfram að vera það allt frá dögum Philidor’s til vorra tíma.
Nú er svo komið, að hver bær hefur sitt skák-kaffihús og sinn skák-
klúbb, og í nálega hverju landi eða jafnvel hverju fylki er eitt
allsherjar-skákfélag eða skákklúbba-bandalag. Nú þreyta menn ekki
tafl einungis þannig, að þeir siti sitt hvoru megin við taflborðið, en altítt
er orðið að tefla gegnum bréfaviðskipti, og elztu töfl af því tagi eru
þau, sem tefld voru milli skákklúbbanna í Edínborg og Lundúnum
1824—1828 og í Búda-Pest og París 1843—1845; í hinum síðartöldu
tóku þátt Johann Jakob Löwenthal (1807 —1876), mikilvirkur skák-
rithöfundur og góður taflmaður, Josepii Szen (d. 1857) og Vincenz
Grijim (d. 1869). A síðustu tímum hafa menn og tíðkað að tefla
gegnum ritsíma og merkustu kapptefli af því tagi eru þau, sem árlega
eru tefld milli útvaldra taflmanna á Englandi og í Bandaríkjunum.
Töfl milli tveggja eða fleiri taflmanna öðru megin og jafnmargra eða
fleiri hinu megin eða milli eins frábærs taflmanns öðru megin og