Í uppnámi - 24.12.1901, Blaðsíða 68
13ö
Nú sneri prófessorinn sér aptur að áritaninni og skipti henni fyrst
niður í flokka með tveim stöfum í hverjum og svo í tvöfalda flokka
með 4 stöfum, þannig: fe | I;b|| hh | |) JjB | I;i)||Ia) I;b|| o. s. frv. Þannig
fann hann það brátt, að taflið eða lausnin varð auðsæ,. er borðið,
sem merkt var með bókstöfunum, var haft til samanburður, og
áritunin var þá einungis ný skákritunaraðferð. Eins og lesandinn
mun sjá eru engin merki, sem tákna “færður,” “tekur” eða “skák,” og
er næsta eðlilegt þó því sé sleppt í svo fornri skákritun. Vér endur-
tökum hér nú áritunina og setjum stafina í þá röð, sem þeir eiga
að vera í:
1. fe þe hb þb1 7. Öa P 110 00 13. nb mb br eb
2. þe V* la þb 8. I)b ib bb cb 14. mb Ib hb Ib
3. bh mb þb ba 9. ib ha ma hb 15. 00 oa eb 0f
4. mb nb ba bb 10. ha ia þa ia 1G. oa na 0f ff
5. nb nb pa 11. cc cb ia cb 17. ee ff Ib na
6. aa 0a Í8 U 12. í;þ 00 cb bc
VII.
Það er víst óþarft að taka það fram, að prófessor Perkins gaf
út, er fram liðu stundir, mjög vísindalegt rit, sem hét “Rois de-
pouillés á sanskrít, eða elzta skákdæmi lieimsins.” I ritinu var
mesti sægur ljósmynda og koparstungna og ein blaðsíða með skýringum
og athugasemdum við hverjar tíu línur textans. Það jók ekki einungis
mjög orðstír höfundarins sem leturþýðanda, lieldur varð það og mjög
til að auka álit manna á háskólasafninu, og nú hækkuðu tekjur þess
að miklum mun, því að áhuginn á stofnuninni óx meðal hinna undr-
andi verndara hennar. Það var jafnskjótt stungið upp á að senda
nýjan leiðangur til Indlands og var hann þegar gjörður úr garði; svo
stórkostlegan leiðangur höfðu menn aldrei séð fyr. Ennfremur var
þegar í stað tekið að reisa nýtt hús fyrir safnið og þegar hinn mikli
1 Hinni upprunalegu áletran hefur verið breytt hér dálítið til þess
að laga taflið eptir nútiðar tafltízku. Pyrstu tveir leikarnir eru eiginlega
þannig:
( 1. fe 0E Ííh ir
| 2. ge þe ic þb
þvi að á þeim timum, sem áletranin er frá, mátti peð aldrei færa nema
um einn reit i einu. Þessi breyting hefur fært tölu leikanna úr 18
niður í 17.