Í uppnámi - 24.12.1901, Blaðsíða 24
92
(1864 og 1875); jök hann þann lista síðan og lét prenta hann árið
1881 undir titlinum: “Das erste Jalirtausend der Schachlitteratur”,
ágætt yfirlit og handhægt, er inniheldur 3362 númer, en nú þyrfti
að gefa út viðbætir við það, er næði yfir rit frá árunum 1881—1901.
Skákbókasafn Ludwig Bledow’s (d. 1846) keypti konunglega bókasafnið
í Berlín að honum látnum, en skáksafn það, er hinn franski bókiðna-
maður Alliex hafði safnað saman, komst eptir dauða hans (1856)
í eigu bókasafnsins í Grenoble. Tvö prívat ameríkönsk skákbókasöfn
mætti og nefna, sem sé bókasafn skákdæmahöfundarins E. B. Cook í
Hoboken, New Jersey (3000 númer), og bókasafnið eptir Chakles A.
Gilbeeg í Brooklyn, New York (2000 númer), og er það vandlega
geymt af ættingum hans. En ekkert skákbókasafn hefur þó getað eða
getur jafnazt við hið stóra safn John G. White’s málfærslumanns
í Cleveland, Ohio, er hann sjálfur hefur safnað; það er eigi einungis
mjög auðugt af prentuðum hókum, heldur einnig af handritum og
eptirritum handrita, hvorttveggja mjög dýrmætt; í því munu nú vera
varla færri en 5—6000 stykki og er það talið yfir 60 000 kr. virði.
Allstór eru og skákbókasöfn skákfræðinganna Leon’s (London), Le
Makchínd’s (Peti't Queville, Seine Inferieur, Frakkland) og Mokeau’s
(Bordeaux), svo og það sem Jean Pketi (Paris) lét eptir sig. Skák-
safnið í Landsbókasafninu í Reykjavík er hið stærsta sem til er á
Norðurlöndum (um 1200 bindi).
LEIKAR.
33. Tveggja riddara leikur.
W. Fiske |
W. J.Fullek i
Fr. Perrin j
í sam-
ráði.
P. Moephy.
Hvítt. Svart.
1. e2—e4 e7—e5
2. Rgl—f3 Rb8-c6
3. Bfl—c4 Rg8—f6
Þetta fráhvarf frá hinni venjulegu
leikaröð, sem í skákbókum er talin
hin bezta. fyrir svart, verður orsökin
til margra mjög merkilegra afbrigða,
og vanalega koma fram við það
taflsstöður, er veita miklu betra
ráðrúm til fallegra “kombinationa”
heldur en fæst í ítalska leiknum
(Giuoco piano), enda ,þótt hann í
raun og veru sé réttari en hins
vegar leiðinlegri og einræmislegri.
4. Rf3—g5 d7—d5
5. e4xd5 Rc6—a5
6. d2—d3 ....
Miklu betra en að skáka með
biskupnum á bö, sem flestir höfundar
mæla fram með. Vissulega má telja
þenna leik þann eina, er gjörði það,
að hvítt mátti halda yfirburðum "
sinum.
6........ h7—h6
Bf8—d6 veitir svörtu fleiri úr-
ræði.
7. Rg5—f3 e5—e4