Í uppnámi - 24.12.1901, Blaðsíða 45
113
vegna anna, og bættist þá við í hans stað svenski presturinn T. Thoh-
biöensson, enn hann varð að hætta í miðju kafi einnig vegna anna, mátti
ekki láta prestsverkin sitja ó hakanum fyrir skákinni. Af annars-flokks-
taflmönnum mættu 2 frá Danmörku, 1 frá Noregi og 8 frá Sviariki. Hvern
dag (að sunnudögunum undanteknum) var teflt frá kl. 10—2 og ef með
þurfti frá kl. 5. e. m. þar til töflunum var lokið. Pyrsta daginn var
haldinn fundur til að ræða mól norræna skáksambandsins. Skýrði formaður
fundarins, Martin Anderson frá aðgjörðum sambandsins; hafði útbreiðsla
skáktafls aukizt talsvert ó Norðurlöndum siðan siðasti fundur var haldinn,
einkum í Svíaríki. Af þvi merkasta, er á fundinum gjörðist, má telja það,
að ákveðið var, að “Tidsskrift for Skak,” sem hingað til hefur komið
út í Kaupmannahöfn, skyldi framvegis gefið út i Stokkhólmi. Hafa hinir
alþekktu skák-mecenasar bræðurnir Collijn tekið að sér ritstjórn þess, og
ó nú að stækka það. Næsta dag hófust töflin og voru viðstaddir við þau
auk taflmannanna sjálfra, dómenda og stjórnarmanna ýmsir aðkomumenn,
er þótti gaman að horfa á bardagann. Til verðlauna var varið i 1. flokki
600 kr. (250 + 150 + 100 + 60 + 40) og auk þess gaf Svíakonungur
bikar mikinn af silfri með handarhöldum úr villisvinstönnum, er fylgja
skyldi fyrstu verðlaunum. Yerðlaunin í 2. flokki voru silfurbikar, 75 kr.,
40 kr. og Bilguer’s Handbuch. Ennfremur var heitið verðlaunum (25 kr.)
fyrir hið fallegasta tafl. Þessir hlutu verð launin:
1. flokkur: 2. flokkur:
1. J. Möller .... 8 stig 1. H. Schlichtkrull (Dan-
2. J. Fridlizius 7Vz mörk) .... 4Va stig
3. F. Relfsson .... 7 2. Dr. Lundberg (Svia-
4. F. Englund .... 6V. - riki) 4 »)
5. J. Giersing .... ®Va ” 3. V. Sjöberg (Svíaríki) 3Va
A. C. M. Pritzel . . ® Va ” 4. O. Wadsted (Danmörk) 3 ))
Auk þessa fékk Hansen (4x/2 stig) verðlaun fyrir bezta frammistöðu gegn
þeim er hin ákveðnu verðlaun hlutu i 1. flokki. Dómsnefndin hefur eptir
rannsókn taflanna lýst þvi yfir, að verðlaunin fyrir hið fallegasta tafl verði
ekki veitt, þar eð ekkert þeirra sé þannig, að það verði sæmt þeim verð-
launum. Annars þykir þetta skákþing hafa tekizt vel og Gautaborgarbúar
sýnt mikla gestrisni. Næsta skákþing (hið 4.) verður haldið i Kristi-
aniu 1903.
—Dagblöð um allan heim hafa keppzt uin að flytja fregnir af orustunum
milli Búa og Englendinga i Suður-Afríku, en einnar orustu hafa þau látið
ógetið, er háð var þar syðra; eigi heyrðust þar fallbyssuskot og það er
kannske þess vegna að blöðin hafa þagað, en bardaga þessa mun minnst
í sögunni sem orustunnar i Dix’ restaurant i Kapstaðnum og þvi ber
ekki að leyna, að skákborðið var vigvöllurinn. Þetta var 18. júní anno