Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 8
8
í dag frelsari fæddur«. Svo kom hann heim
úr kirkjunni og móðirin kysti litla dreng-
inn sinn, hann lék sér við systkini sín og
Malena gamla barnfóstra sagði þeim marg-
ar fagrar sögur.
En nú fékk hann ekki að fara heim.
Jólin voru langt, langt í fjarlægð. Þegar
hátiðin byrjaði og jólaguðspjallið var lesið,
þá var litli drengurinn enn ekki búinn að
finna jólin. Minningarnar kölluðu á huga
hans og hann gat ekki tekið þátl i gleði
þeirra, sem ekki þektu minningar hans.
En jólin voi’u altaf að leita að honum.
Hann var þögull og alvarlegui’, þó að
allir aðx’ir væru brosandi. Það lá við, að
hann fæi’i að gráta, en hann kærði sig ekki
um að láta aði’a sjá tárin. Þá gekk hann
út úr stofunni, út á hlaðið og áður en
hann vissi, var hann kominn inn i fjár-
húsiö.
Þá greip viðkvæm hugsun litla drenginn
og hinar blíðu jólahugsanir komust nú að
í hjarta hans. Hann man svo vel eftir því
öllu, sem foreldrar hans höfðu sagt hon-
um um jólin, um jólabarnið, sem var vaíið
reifum og lagt í jötu, og er hann lítur ó
jötuna i fjárhúsinu, þá titra viðkvæmir
strengir i sálu hans. Hann biður bæn sina
þarna inni i fjárhúsinu og heilagur friður