Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 9

Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 9
9 grípur sálu hans. Þegar hann kemur út aftur, sér hann hinn stjörnubjarta himinn og stjörnurnar eru nú eins yndislega fagrar og heima. Nú hugsar hann með gleði um Betlehemsstjörnuna og brosið Ijómar á andliti hans. Jólin voru fundin Þau breyttu heimþrá hans í sælan frið. Nú urðu jólin svo fögur og úti á Jótlandsheiði lifði drengurinn marga gleðilega jólahátíð, og minningin um bernsknjólin kemur svo fagurlega fram í sálminum, sem hann stðar orti til kirkju- klukkunnar: Meðan eg var barn i sveitabænum blessuð jólin voru himinn minn, engilhljóm’ í mildum morgunblænum megingleði skært þú hringdir inn. Nikolaj Friðrik Severin Grundtvig — en svo hét þessi drengur — hefir ort margt fallegt um jólin, og sálmarnir hans hafa haft þau áhrif, að margir, sem höfðu týnt jólunum, fundu þau aftur. En árin liðu. Bernskan hvarf og með bernskunni hvarf ástin á jólabarninu. Grundtvig týndi jólunum. Hann var skóla- piltur nokkur ár og árið 1800 varð hann stúdent. Kristindóminum var að mestu rýmt burtu úr hjarta hans. Aldrei kom

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.