Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 13

Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 13
13 kendi einnig mörgum að elska þau, og jólasálmar hans munu nú eins og endra- nær vekja mikla gleði hjá þeim, sem halda heilaga hátíð barnsins. Jólaijósið yfirgaf hann aldrei, og það ljós lýsti heilli þjóð. Það átti þess vegna mjög vel við, að á 50 ára prestsafmæli hans var honum gefin sjöörmuð gullljósastika. Litli drengurinn, sem leitaði að jólunum úti á Jótlandslieiði, varð síðar andlegur leiðtogi heillar þjóðar, sannkallaður kenni- faðir, er setti kristindóminn i öndvegið og leiddi forn norræn fræði og holla menning í veglegt tignarsæti. Þrautii'nar mættu honum og leið hans lá svo oft um þyrnibrautir. En kvöldið og sólarlagið var fagurt. Hann prjedikaði i siðasta sinni 1. sept. 1872. Þá hljómaði lofsöngur safnaðarins með miklum krafti, og birtan frá ljósastikunni skein á silfur- hvíta lokka gamla prestsins. Næsta dag dó hann »eins og sól hnígur til viðar á hausti«. Þá hringdu dánar- klukkurnar eins og jólaklukkur, og hann kom þangað heim, þar sem allir dagar eru jól, og gladdist með englum Guðs eins og barn á jólum. Nú hafði hann fundið hin björtustu jól. Jólabókin 2

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.