Jólabókin - 24.12.1914, Side 16
16
Júdeu, til þess að þurfa ekki að leggja leiðir
sínar um land Samverja.
Vesalings Mira!
Menn söknuðu liðna timans og sögðu, að
nú gerðust engin furðuverk framar. Og þó
hafði nú, einmitt ú siðasta ári, orðið slíkt
furðuverk, er vakti undrun og vonbrigði
þeirra, er til þektu.
Ofur-litil stúlka var orðin að íturvaxinni
mey. Og allir yngispiltar sungu henni lof
og dáðust að fegurð hennar. En foreldr-
arnir urðu hnuggin — þau söknuðu litlu
stúlkunnar sinnar. Þessi fríða meyja, sem
gekk um garðinn þeirra, stóð oft tímunum
saman og' virti fyrir sér stóru, snjóhvítu
agaveblómin; hún var lika óra-lengi í burtu
þegar hún átti að sækja vatn i brunninn,
og altaf þurfti hún að vera að líta eftir ein-
hverju í litla málmspeglinum sínum. Foreldr-
unum fanst sem þetta gæti ekki verið stúlkan
þeirra og voru áhyggjufull hennar vegna.
Fað voru lika fleiri en spegillinn, sem
sagt höfðu Míru að hún væri falleg.
Á miðri leið að brunninum, sem ungu
stúlkurnar sóttu vatnið i, lá bær, sem var
eign auðugs Sýrlendings frá Sesareu, er
taldi sig vera kominn af gamalli höfðingja-
ætt. Sonur hans, ungur og fallegur prins,
dvaldi þar stundum og var þá oft á tigra-