Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Page 12
hugsjónaskáldið sá rofa fyrir heiðríkju friðarins í framtíð-
inni, þrátt fyrir ófriðarsortann, sem enn er á lofti.
Nú á síðari áratugum hefur þjóðin eignast mörg skáld og
efnileg, enda hefur ljóðunum rignt yfir hana meira en
nokkru sinni áður. En í öllum þeim ljóðasæg hefur verið
furðulítið um trúarljóð. Hugir flestra hinna yngri skálda
hafa beinst fremur í aðrar áttir en trúaráttina. Það var sem
kominn væri vetur yfir hin andlegu svið kirkjunnar — söng-
fuglarnir horfnir úr runnum hennar.
En vor fylgir vetri hverjum. Og yndislega syngja þeir,
vorboðarnir, sem kveðja oss til starfa og til þess að fagna
komandi gróðri mitt í leysingunum. Guðm. skáld var sann-
nefndur andlegur vorboði. Og það er ekki ólíklegt, að þeim
skáldum fjölgi nú úr þessu, sem fá vakið þjóðina til nýrrar
og lifandi trúar, því hálfnað er líka verk, þegar hafið er.
Guðm. skáld hóf það verk. Hin fögru trúarljóð lians marka,
að kalla má, stefnuhvörf í andlegum kveðskap með þjóð
vorri. Hjá honum blasir fyrst við oss hin sólbjarla algyðis-
trú Austurlanda, — guð í öllum hlulum.
»Ekki er satt hann deyi,
sem drottinn fær aö sjá.
Eilíft líf er einmitt það
í öllu guö aö sjá.«
Og hin andlega sjón skáldsins gerir því fært að sjá:
»Kærleikans lífgandi Ijósmagn, sem skín
í ljómanum duftinu yfir.
— Guð sjálfur er í öllu og yflr.«
Og hann sá einnig að:
»Öldin hin fagra er gengin í garð,
og guðstrúin sigrandi brautina ryður.«
. Og þess vegna yrkir hann líka hin snjöllu hvatningarljóð
10