Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Blaðsíða 13
til forráðamanna kirkjunnar og biður þá að opna »kirkjuna
upp á gátt«. Honum var það ljóst, að kirkjan þarfnaðist
meira ljóss en hún á við að búa, ljóss, sem fengi eytt
skuggunum, sem leggja af fölvum kreddum. Hann sá, að
alt var i hraðri framrás og að vér lifum í andlegum ljósa-
skiftum, og hann var sannfærður um það, að það var
sjálfur trúarleiðtoginn, Kristur, sem veldur þessum ljósa-
skiftum, sem vér erum að verða sjónarvottar að.
Traust hans á Kristi mátti heita ótakmarkað, enda mun
það hafa leitt hann, eins og fleiri, inn i félagsskap vorn,
»Stjörnuna í austri«. Hann var sannfærður um, að koma
Krists er fyrir höndum, því hverjum öðrum væri trúandi
til þess að hjálpa þjóðunum, nú þegar svo víða getur
að líta »hafþök af hatursins jökum?«
En samfara hinni miklu ást hans og trausti á Kristi, var
einlæg lotning hjá honum fyrir lífi og kenningum annara
trúarbragðahöfunda. Honum var það vissulega Ijóst, að hver
verður sæll við sína trú, þegar það er trú á hið guðdóm-
lega: á máttinn, vizkuna og kærleikann. Hann var hátt upp
hafinn yfir þann einfeldnislega hugsunarhátt, sem reynir að
berja þá skoðun fram með hnúum og hnefum, að til sé að
eins ein sönn og sáluhjálpleg trú og öll önnur trúarbrögð
séu annaðhvort heiðindómur eða villa. Hver trúarbragða-
höfundur var i hans augum andlegur ljósgjafi — sól frá
sjálfum guði, en Kristur var ljósgjafi vor kristinna manna,
hin andlega sól, sem Ijómar yfir hinum kristna heimi.
Guðm. skáld gerðist fulltrúi lelags vors »Stjarnan i austri«
árið 1914. Oss félagssystkinum hans og samvGrkamönnum
finst, að vér höfum helzt lil skamma stund notið forystu
hans og liæfileika. En það tjáir ekki að deila við dómarann,
enda teljum vér líka víst, að viðar séu verkefni fyrir hönd-
11