Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Page 22
Samfélag heilagra.
Eflir C. W. Scolt-Moncrieff presl.
Ilann hefur sagt: „Eg kem, pegar
pér hafið undirbúið heiminn".
C. Jinarajadasa.
Vér verðum að reyna fyrst og fremst að gera oss nokkra
grein fyrir hinu órjúfanlega lögmáli lífsins, það er að segja
vilja guðs og sömuleiðis verðum vér að gera oss grein fyrir
hvern veg fyrirætlanir hans komast aðallega í framkvæmd,
ef vér eigum að fá öðlast réltan skilning á hinu dýrðlega
þroskastigi þeirra manna, sem tilheyra hinni ósýnilegu
kirkju og hafa borið urslitasigur úr býtum í baráttunni
miklu. Og þessi skilningur er einnig skilyrði fyrir því, að
vjer getum áttað oss á, hvernig þeim félagsskap er farið,
sem tengir þá alla saman einu allsherjar bræðralagsbandi,
hvern veg þeir hafa náð hinu mikla þroskastigi, sem þeir
standa nú á og með hverjum hætti þeir fá hjálpað hinum
yngri og óþroskaðri bræðrum sínum.
Það er framþróunin, sem er lögmál lífsins, þessi óstöðv-
andi framrás úr einum áfangastað í annan og upp frá einu
þroskastiginu á annað.
Náttúruvísindin hafa frætt oss nokkuð um framþróunina,
20