Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Qupperneq 27
að allir eru eitt og eru þeir þess vegna hættir að verja hæfi-
leikum sínum og kröftum í eigin þarfir.
Og þessir andlega þroskuðu menn eru þeir, sem hafa lagt
inn á veginn, er liggur til hins eilifa lífs, hinn rétta veg, sem
sagt hefur verið um að sé sem »hið skínandi ljós, er ljómar
skærar en heiðbjartur dagur.«
Og slíkir menn játa enga sérstaka trú né trúarákvæði.
Og vegurinn, sem liggur til hins eilífa lífs, tilheyrir engri
sérstakri trú, því þegar að er gáð, er það vegur hins andlega
lifs. Lifið sjálft er hinn mikli leiðtogi og það leiðir alla fyr
eða síðar inn á þá braut, er liggur inn í hinn heilaga frið.
En svo eru sumir menn svo gerðir, að þeir leggja alt kapp
á að taka sem mestum framförum, afia sér máttar, vizku og
kærleika, ekki til þess að fullnægja að eins sinni eigin metn-
aðarþrá, heldur til þess að verða færir um að greiða götu
hinna yngri bræðra sinna.
Slíka menn er að finna með öllum þjóðllokkum, í öllum
trúarbrögðum og á öllum öldum. Og hjá slikum mönnum
er hið sanna manneðli, hið guðlega manneðli, kristseðlið
tekið að blómgast og bera ávöxt.
Trú þeirra er að gera það eitt, sem golt er. Og þeir gera
það með margfalt ljósari skilningi á lilgangi lifsins og full-
komnari skilningi á hinum dulrænu lögmálum lífsins og
með meiri sjálfsfórnarhug en vér miðlungsmenn höfum til
brunns að bera.
t'eir hafa og komið auga á tilgang guðs og hafa séð hvert
hinni andlegu framþróun er stefnt. Þeim dylst ekki, að henni
er ætlað að leiða gervalt mannkynið heim til guðs, leysa alt
hið skapaða úr ánauð ófullkomleikans, gera hina misþrosk-
uðu einstaklinga að fullkomnum sonum guðs. Og þegar þeir
hafa einu sinni komið auga á tilgang guðs, þá kosta þeir úr
4
25