Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Qupperneq 30
Þannig er öll trúaropinberun til orðin. Hún kemur að
ofan frá þeim, sem mestum þroska hafa tekið og eru
komnir í vitundarsamband við sjálfan guðdóminn. Hver
maður öðlast þann þekkingarforða, sem hinn andlegi þroski
hans gerir honum fært um að öðlast.
Því þegar að er gáð, er hin andlega opinberun ekki eitt-
hvert sérstakt fræðikerfi, heldur þekking, sem er sprottin
upp úr jarðvegi reynzlunnar. Fyrst öðlast menn skilning
á henni, síðan fær hún eins og svipt hulunni frá augum
manna, svo að sjáandi sjá þeir og skilja það, sem hún
fræðir þá um.
Og það er ekki unt að fela guðlega opinberun í nokkurri
bók eða riti, hversu guðinnblásið sem það kann að vera.
Hins vegar getur rækilegur lestur slíkra rita orðið mjög til
þess að flýta fyrir þvi, að menn geti öðlast guðlega opin-
berun.
Öll andleg opinberun á rót sína að rekja til hins andlega
eðlis, en ekki til skynseminnar. Og þess vegna verður hin-
um andlegu sannindum ekki markaður bás af kirkjufundum
né bundin fjötrum bókstafsins.
Og engir menn öðlast guðlega opinberun, nema þeir, sem
hafa þráð hana, hafa beðið, leitað og knúið á. Og slíkum
mönnum hefur hún orðið alt; — alt annað, sem heimurinn
hefur á boðstólum hefur þá orðið þeim engisvirði í saman-
burði við hana.
Um þetta alriði ber öllum saman, bæði sjálfum meistur-
unum, sem hafa mikla þekkingu til að bera og lærisveinum
þeirra, sem hafa miklu minni þekkingu og sömuleiðis hin-
um einlægu fylgismönnum lærisveinanna.
Og vér þyrftum auðvitað ekki að láta hinn samhljóða
vitnisburð hinna andlegu þroskuðu manna fræða oss um
28