Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Síða 37
mönnum að llylja þjóðunum þann boðskap, að hann muni
koma fram á meðal þeirra, áður langt um líður.
Og með honum munu koma fram ýmsir meistarar. Þeir
standa honum að vísu ekki jafnfætis um andlegan þroska,
en þeir eru samt eldri hræður vorir, Iiátt upp hafnir yfir
miðlungsmenn og tilheyra samfélagi heilagra.
Þeir menn eru til í öllum trúarbrögðum, sem þekkja
hann og vita fyrir víst, að hann er hinn eini góði hirðirinn
og fræðari alls mannkynsins. Og slíkir menn eru nú þegar
fullvissir um endurkomu hans til jarðarinnar.
Og þeir hafa nú fengið köllun frá honum sjálfum að gera
heinar brautir hans.
Og hann kemur til þess að tengja alla menn sönnu
hræðralagsbandi, alla menn og konur, sem vilja vinna að
umbótastarfi, hvaða trúarhrögðum eða þjóðerni, sem þeir
tilheyra.
Trúin hefur nú verið helzt til lengi uppsprelta ágreinings
og sundurlyndis. Þjóðerni, stéttir og trúarjátningar hafa
orðið til þess að skapa úlfúð og gera þá menn að andstæð-
ingum, sem er skylt að lifa sanian eins og bræður.
Kallið til samvinnu og bræðralags hefur hvað eftir annað
kveðið við, en þeir eru helzt til fáir, sem hafa sint þvi. Og
allur fjöldinn lætur sem hann heyri það ekki. En vera má
að fleiri gefi þvi gaum, þegar sjálfur kærleiksmeistarinn, hið
andlega Ijós veraldarinnar, talar lil vor, flytur oss sjálfur
kærleikshoðskap sinn, hoðskap þess kærleika, sem er hið
eilifa lif.
Hins vegar er engin von, að skynsemi manna né heim-
spekilegar ályktanir geti orðið, til þess að græða allar þær
undir, sem skynsemisákvæði, heimspekilegar ályktanir og
sundurleit áhugamál hafa vakið. Og það er jafnvel ekki
35