Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Side 39

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Side 39
Hún selti og á fót hinn alræmda trúvillingadómstól, lét strá- drepa Kaþarana og bera hina rniklu andans hetju, Giordano Bruno á bál. Og sjálf slitur hún sér sýknt og heilagt út í sífeldum deilum og þrasi. Kirkjuna skorti ekki áhugamenn, né menn, sem unnu henni alt það gagn, er þeir máttu; hún hafði og jafnvel jnnsum heilögum mönnum á að skipa; sömuleiðis hafði hún oft mikla lærdómsmenn í þjónustu sinni, en hún hafði ekki framar þá menn, sem höfðu hina andlegu þekkingu til brunns að bera og áttu að vera hinir andlegu leiðtogar hennar. Og þess vegna urðu ilestir kristnir menn að láta sér lynda að trúa því í blindni, sem þeim var kent. Þekkingar- lindin, sem rann úl frá launhelgum fornkristninnar var þornuð. En enginn trúarákafi, óeigingirni né lærdómur gátu né geta komið i stað hinnar andlegu þekkingar. En vera má að nú, þegar mannkynsfræðarinn kemur, verði svo margir menn, sem gefa gaum, að hinum endur- fluttu sannindum, að þau geti orðið til þess, að heimurinn taki miklum stakkaskiflum og að samfélagið verði reist á bræðralagshugsjóninni, en ekki á hlifðarlausri samkepnis- baráttu upp á lif og dauða eins og nú er. Það er að minsta kosli ekki óhugsandi. Og það hlýtur að verða, ef nægilega margir menn verða lil þess að rcyna að gera beinar brautir mannkynsfræðarans og undirbúa komu hans. Félagið »Stjarnan i austri« hefur verið stofnuð til þess að safna öllum þeim mönnum sanian í eina félagsheild, sem vilja undirbúa komu hans, svo að þeir geti unnið í samein- ingu. Því er og ællað að glæða jafnframt hjá þeim vonina um komu hans, þá von, sem ætti að geta haft gagnger áhrif á lif þeirra og gert þeim fært að lifa þannig, að þeim verði 37

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.