Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Page 45
»>»>>>>»» >>>>>>>>»>»»»»»»»»»»»»»»>»»»»»»»»»>
<$>—^^^^^^^^^
Jól — „Bacchanalíur".
Trúarliátiðir hafa verið frá alda öðli samfara þvi nær
öllum átrúnaði. Og þegar á alt er litið, er fátt, sem sýnir
betur, hvernig hag trúarinnar er komið, en þau hátiðarhöld,
sem hún hefur af sér alið. Því þegar hún er á blómaskeiði,
eru öll slík hálíðarhöld ofur einföld og óbrotin, því að þá
láta trúmennirnir sér nægja liina andlegu gleði og r.autn,
sem hin einlæga guðstignun fær veitt þeim.
En þá er trúarlífinu tekur að hnigna, fara hátiðirnar að
fá á sig rneiri og meiri nautnabrag, sem getur jafnvel endað
með hverskyns ærslum og óhófi í mat og drykk, — hlutum,
sem eru með öllu andstæðir eðli guðstrúarinnar. En þegar
svo er komið, er jafnan nýr siður í aðsigi, þvi að hnignunin
er undanfari viðreisnarinnar.
Engin trúarhátíð á sér merkari sögu né fegri en jólin,
»fæðingarhátíð hins eina ósigraða«. Og það, sem einkennir
jólin framar öllum öðrum hátiðum og ætti að gera þau enn
þá heilagri í augum vorum, er það, að þau hafa ekki að
eins tilheyrt einum átrúnaði eða tveimur, heldur mörgum.
Jólin liafa verið haldin heilög með ýmsum þjóðum frá
ómunatið, og hafa mátt heila hin heilaga ljóshátíð guðstrú-
arinnar.
Jólin (Jólnishátíðin?) tilheyrðu, eins og kunnugt er, hinum
43