Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Side 49

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Side 49
lægum trúmanni með Rómverjum hafi blöskrað að sjá hvernig einni hinni helgustu trúarhátíð þeirra tíma var varið til þess að eíla spillinguna með þjóðinni. En þá leið ekki á löngu, unz nýr siður ruddi sér smám saman til rúms og fékk breytt »Bacchanalíunum« í reglulega og blessunar- ríka trúarhátið. Eins og áður er sagt, trúðu fornmenn því, að hinna guð- dómlegu áhrifa gætti sýnu meira um jólaleytið en aðra tima árs. Og það er eins og sú trú hafi ekki verið gripin úr lausu lofti. Þvi þrátt fyrir alla vantrú og hálfvelgju, sem verður æflnlega samfara »ljósaskiftunum« í heimi trúarinnar, er sem kærleiksáhrif jólanna fái haldist óbreytt. Það er sem heilagur kærleiksstraumur falli um heim allan á hverjum jólum og glæði það, sem bezt er í fari mannanna, — mann- kærleikann. Trúargleði jólanna hefur að vísu farið nokkuð aftur í kristninni. En það er um liana eins og um hinn gullfjaðraða fugl, Fönix, sem sagan segir að hafi flogið niður og sezt á altariseldinn í musteriou í Heliopolis. Hann brann þar að vísu, en hann reis upp aftur úr ösku sinni, fegri og glæsi- legri en fyr. Þegar nýr siður kemur til sögunnar og hefur rutt sér til rúrns, mun trúarfögnuðurinn fá risið aftur upp frá altari hinnar endurreistu guðstrúar. Þá munu hinar kristnu »Bacchanalíur« fá breyzt í enn þá blessunarríkari trúarhátíð en vér þekkjum. Þá mun trúin ekki þurfa framar að leita styrks hjá hinum misjafnlega hollu nautnameðulum, og verða einfær um að gefa mönnunum gleðileg jól. Sig. Kristófer Pétursson. 47

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.