Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Side 53

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Side 53
viljasterkir. Þeir eru upphaf nýs kynþáttar. Alt þetta sýnist vera reist á þeim hlutum og rannsóknum, sem liggja fyrir utan það verksvið, sem ég hefi valið mér og starfað á, alt til þessa og þar af leiðandi finst mér, að ég sé ekki fær um að leggja nokkurn dóm á athuganir hennar — hvorki til né frá. Hins vegar vil ég áræða að gera eitt atriði i fyrirlestrum hennar að umræðuefni mínu í dag, atriði, sem ég hef hinn mesta áhuga á, og er það spádómur Mrs. Annie Besants. Spádómur hennar varðar þá hluti, er ég hef lagt stund á, hugsað um og trúi. Eg álít því, að ég sé fær um að segja hér nokkur orð um þetta atriði. Mrs. Annie Besant hefur vakið athygli manna á einu atriði, sem ætti að vera stöðugt umhugsunarefni hvers krist- ins manns. Hinar ílarlegu rannsóknir Mrs. Annie Besants hafa leitt henni það í ljós, að mikill andlegur leiðtogi eða mannkynsfræðari muni rísa upp með þjóðunum i náinni framtíð. Hann mun, segir hún, varpa nýju ljósi yfir öll hin meiri háttar trúarbrögð og sýna oss þau í sinum uppruna- lega og óbrotna búningi. Hann mun fá svipt utan af þeim öllu hinu mikla hýði hjátrúar og vanþekkingar, sem hefur safnast utan um kjarna þeirra, eftir því sem aldir liðu. Það var þessi boðskapur, er Mrs. Annie Besant flutti mönnum með óviðjafnanlegri andagift i Queens Hall.1 1 Pað mætti og minna hér á spádóm þann, er Leo Tolstoy kom fram með árið 1910, stuttu áður en hann hvarf að heiman og dó. Dóttir lians hafði skrifað liann upp eftir honum og gaf hann út. í honum segir meðal annars: »Hið mikla veraldarbál byrjar sunnanverðu i Norðurálfu árið 1912. Svo sc ég alla Norðurálfu í báli og blóði.-------Við endalok liinnar miklu styrjaldar, hefst nýtt stjórnmálatímabil í hinum forna heimi. — ----Eftir 1925 sé ég breytingu í trúmálum.---------Pá rís upp mikill 51

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.